Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 53
löU.NN
íslenzk heimspeki.
47'
En alla þessa merkilegu viðleitni telur dr. Helgi
Pjeturss hafa strandað á því, að greind og mentun al-
mennings hafi hvergi komist á það stig, að hann þekti
sem skyldi sína vitrustu og beztu menn né vildi magna
þá til þeirra uppgötvana á eðli lífsins, er valdið gæti
straumhvörfum í stefnu þess. Þar, senr verið sé á hinni
vondu leið, viti menn ekki gerla, 'nvernig traustið getur
magnað eða hversu hættulegt það er að hefja þá helzt
til æðstu forráða, sem skammsýnastir eru á eðli lífs-
ins og tilgang.
En sagan sannar raunar, að ]retta hefir oftast verið
gert. Hún er ekkert annað en blóðug hernaðarsaga, og
því blóðugri sem lengra Iíður. Bendir dr. H. P. með
réttu á þetta, sem sönnutt fyrir því, hversu djöfulleg
framvinda jarðlífsins sé. Pær tilraunir til lífheildar-
myndunar, sem bezt hafi tekist að samstilla til sóknar,
séu hermannastéttirnar, þetta blinda þjónustulið dauð-
ans, morðvargafélög, sem ráðast hvert að öðru af slíkri
grirnd, að kyrlát, guðsgræn jörð getur á svipstundu
breyzt í sundurtætt, baneitrað helviti.
Á öllum tímum virðast þjóðfélögin hafa efni á því að
sóa milljörðum á milljarða ofan til að byggja herskip,
srníða vígvélar og hrinda kjarna æsku sinnar út í op-
inn, kvalafullan dauða. Þá er ekki sparað, þá er til alls
vandað svo sem verða má, öll öfl, ill sem góð, eru
vægðarlaust beygð undir ok hinnar banvænu framvindu
með hátíðlegum lygasöngvum um guð og föðurland.
Á sama tíma hafa þjóðfélögin e/r/cz' efni á að fórna
neinu í friðsamlegar umbætur. Skríll stórborganna verð-
ur að tóra áfram á glæpum sínum, atvinnuleysingjarnir
að smá-sálast úr hor, úrkast mannfélagsins að sætta sig
við þessa hryllilegu þjáningu á takmörkum lífs og