Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 54
•48
Islenzk heimspeki.
IÐUNN
dauða, — því allur auðurinn fer í hernaðarbrask, fer í
það að drepa úrvalið eða gera það að úrkasti líka.
Dr. Helgi telur slíkt ástand sem þetta skapast af því,
að mannkynið standi óvitandi í sambandi við sér verri
tilverustig á öðrum hnöttum geimsins og magnist af
þeim.
Eitt er að minsta kosti víst: Þar sem grimmir og
drottnunargjarnir hernaðarsinnar eða heimskir, ágjarnir
auðkýfingar eru dáðir og tignaðir, en spámenn, vísinda-
menn og listamenn eru grýttir, krossfestir, brendir á
báli, drepnir úr hor eða þagðir í hel, — par á lífið bágt,
par eru dauðinn og djöfullinn í meiri hluta.
Og þar, sem svo er ástatt, mun lítt tjóa að andvarpa
.út í bláinn: Guð hjálpi mér!
Að vísu getur guð einn hjálpað, en vér verðum að
læra að rata hina réttu leið að hjarta hans, — ekki í
gegnum fálmandi trúartilfinningar, heldur í gegnum
óyggjandi raunvísindi. Dr. Helgi Pjeturss bendir mjög
eindregið og skarplega á þá leið í heimspeki sinni.
Inntak hennar kemur mjög fagurlega í ljós í þessu
ávarpi Nýals:
„Maður, þú sem vissir svo lengi ekki, að þú átt
heima á stjörnu, vittu að þú átt að eiga heima á öllum
stjörnum. Allur þessi mikli heimur á að verða þitt
heimkynni. Það er verið að skapa heiminn handa þér,
og þú átt sjálfur að aukast svo að viti og mætti, að þú
getir farið að taka þátt í þessari miklu smíð. Og á
öðrum stjörnum eru lengra komnir frændur þínir, fullir
af löngun til að rétta þér hjálparhönd, þó að það geti
ekki orðið fyr en þú hefir sjálfur vit til að rétta út
höndina á móti.“
Með öðrum orðum: Hin torrataða leið að hjarta guðs
á þá að liggja í gegnum lengra komna frændur vora á