Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 57
IÐUNN
íslenzk heimspeki.
51
og þó aldrei komist ab neinni viöunandi niðurstöðu.
Um draumlífið hafa menn haldið því frarn fyr og
síðar, að það skapaðist af eftirstöðvum þeirra áhrifa á
skynfærin, sem orðið hafa í vöku. Með öðrum orðum:
að endurminningin skapaði draumana úr eftirstöðvum
ytri áhrifa, ýmsum innri áhrifum og þeirri skynjan um-
heimsins, sem á sér stað, þrátt fyrir svefninn. — Um
miðilfyrirbrigði hafa menn haldið fram ýmist því, að
þau gerðust eingöngu fyrir óþekta dularkrafta, sem
byggju með mönnunum sjálfum, án allra áhrifa úr
öðrum heimi, eða þá hinu, að hér væri um anda,
þ. e. a. s. sálir framliðinna að ræða, sem notuðu miðil-
inn sem eins konar tæki til að kunngera tilvist fram-
haidslífsins í einhverjum efnisvana heimi, andaheim-
inum svo kallaða. — Um spámannsástandið hafa menn
haldið því fram, sem dr. Helgi telur að vísu standa
næst hinu rétta af þessu þrennu, að spámaðurinn stæði
í sambandi við veru í himnunum — í sambandi við
guð.
En dr. H. P. telur allar þessar skýringar og hug-
myndir bafa verið mjög óraunverulegar, þær hafi
grundvallast á hugboðum og tilfinningum, en ekki
reynslu og vitsmunum, þær hafi verið ósönnuð ágizkun,
en ekki vísindaleg skoðun. Dulrænan hafi svifið fyrir
ljósi þeirra, eins og ský fyrir sólu, hið náttúrlega hafi
verið yfirnáttúrlegt, hið skiljanlega óskiljanlegt. Dr.
Helgi hefir af mikilli skarpskygni bent á rnörg mikil-
væg atriði, sem brugðið geta nýrri heiðríkju yfir þessi.
dularfullu svið. Að vísu mun sagt verða um sinn, að>
árangurinn af rannsóknunr hans í þessum efnum sé
mestmegnis tilgátur einar. Petta liggur nú nokkurn veg-
inn í augum uppi, vegna þeirra einföldu ástæðna, að
tœkifœrin til sannana hafa enn ekki verw fijrir hendi.