Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 59
! Ð'J N N
Islenzk heinispeki.
53
draumgjafa sambandið verður og hversu fullkomið það
er eða ófullkomið.
Þessi kenning um eðli svefns og drauma byggist á
tilraunum, sem höfundur hennar hefir gert á sínu
eigin vitundarlífi. Hann hefir árum saman gert ítar-
legan samanburð á svefnvitund sinni og vökuvitund og
fundið, að rnunur pessara tveggja vitunda er rannsökn-
arefni, sem leitt getur til inikilla uppgötvana.
Aðalatriðið hefir hann skýrt á ofur-einfaldan hátt
með þessu dæmi: „Maður horfir út urn glugga og
sér hest. Augað býr til mynd af hestinum, og þetta
hefir þau áhrif á heila mannsins, að í meðvitund hans
verður til mynd af hestinum. Maðurinn gengur síðan
frá glugganum og fer aö hugsa um hestinn. En nú er
innihald meðvitundar hans orðið frábrugðið því, sem
var, meðan hann horfði á hestinn. Hugtakið hestur er í
meðvitund hans, ýmsar endurminningar um stærð, lit
og vaxtarlag hestsins, en mynd af hesti er þar ekki.
Nú sofnar maðurinn í stólnum og dreymir hest. Og
nú er aftur orðin breyting á meðvitundinni; nú er ekki
eins og þegar hann hugsar um hest, heldur eins og
þegar hann sér hest. Að dreyma hest er að sjá hest,
en ekki eins og að hugsa sér hest.“
Vera má nú, að ýmsum fleirum hafi dottið í hug þessi
sameinkenni vökuvitundar og draumvitundar og mis-
munurinn á þeim annars vegar og endurminningu og
hugsun hins vegar. En það er þó dr. Helgi Pjeturss einn,
sem dregið hefir af þessu þá ályktun, sem er ákaflega
athyglisverð, nefniiega þá, að „drcnimur er líf, en ekki
endurminning um líf eða hugsun um líf.“
Draumum skiftir hann í tvo aðalflokka. Suinir draum-
ar, og raunar flestir, eru óljósir og meira og minna
ruglingslegir, og dreymandanum þykir sem alt, er