Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 63
IÐUNN
Islenzk heimspeki.
57'
að draumheimur vor og andaheimur miðilsins er sama-
sem lífheimur annara hnatia.
Dr. H. P. bendir á það með mikilli rökfimi, hvernig:
hinir merkilegu draumgjafar á miðilfundum, „andarnir",
reyni að framleiða þá vitneskju í gegn um miðilinn,
að tilvist þeirra, að afstöðnum hinum jarðneska likams-
dauða, sé algerlega eins efniskend, eins líkamleg og
hún var hér á jörðu. Þeir lýsa himni og jörð, lands-
lagi, dýrum, jurtum, byggingum, samgöngutækjum, og.
yfirleitt svipuðum fyrirbrigðum náttúrulífs og mannlífs,.
sem eiga sér stað á vorum hnetti, en þó nógu ólíkum til
þess, að ekki getur verið um jarðnesk fyrirbrigði að
ræða. Og þeim hefir jafnvel nokkrum sinnum tekist að'
koma þeim merkilegu tíðindum á framfæri, þrátt fyrir
misskilning og andúð miðils og sitjara, að þeir ættu nú
heima á öðrum hnetti, annari stjörnu, og lifðu þar við
mjög efnislíkt umhverfi þvi, sem verið hefði hér á jörðu.
Andatrúarmenn og guöspekingar hafa alt til þessa
Htt sint þessu viðhorfi málsins; þeir hugsa sér, eftir
sem áður, að sálir framliðinna haldi sig á óskiljanleg-
unr, efnisvana tilverusviðum einhvers staðar úti í geimn-
um. Er þó skoðun dr. Helga ólíkt visindalegri og árenni-
legri til rannsókna, einmitt frá raunsæju sjónarmiði, því
vissulega má telja meiri líkindi til sambandsmögu-
leika við tilverusvið, sem eru í aðalatriðum eðlislík
voru eigin.
Eins og áður er sagt telur dr. H. P., að áhrifin frá
fundarmönnum ráði því venjulega, hver draumgjafi
miðilsins verður og hvernig sambandstilraunin tekst. Þó'
er það svo um flesta miðla, sem kunnugt er, að þeir
hafa nokkurn veginn stöðugt samband við einhvern sér-
stakan draumgjafa, og er þetta sams konar fyrirbrigði.
og löngum hefir átt sér stað um sumt alþýðufólk. Það-