Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 65
IÐUNN
Islenzk heimspeki.
59
tímingu með auknu skygni og hvestri sjón á hina ótæm-
andi möguleika lífsins.
Tilgang lífsins telur hún vera pann, að skapa full-
komlega fagra, sterka og vitandi líkami úr hinum líf-
lausu efnum stjarnanna, — líkami, sem ekki geta orðið
blindir, haltir, líkpráir eða heyrnarlausir, — líkami, sem
ætíð vaxa fram til fullkomnunar og aldrei deyja.
Enn er jörðin frumstöð lífs, þar sem viðhald tegund-
anna grundvallast á getnaði og fæðingum, með öllum
peim vandkvæðum og þjáningum, sem þar að lúta.
Dr. Helgi Pjeturss heldur því fram, að á öðrum lengra
komnum stjörnum skapist nýjar verur fyrir samstill-
ingar-atbeina þroskaðra lífheilda, án alls þess vanmátt-
ar, er jarðnesku kynferðislífi fylgir. Vísi til slíks fyrir-
brigðis telur hann vera líkamningar þær, sem stundum
•eiga sér stað á miðilfundum hér á jörðu, þótt með
mjög ófullkomnum hætti sé. Því enn nær vald lífsins
yfir efnum jarðar svo skamt, að lifmagnið verður að
lokum að yfirgefa líkamann og gera tilraun til að skapa
sér nýjan líkama á lífaflsvæði annarar stjörnu. En með-
an svo er, — meðan þessi flótti frá efninu er óhjá-
kvæmilegur, getur ekki það ríki ódauðleikans, það ríki
guðs, sem svo lengi hefir verið þráð, fest rætur að
fullu hér á jörðu.
Rúmið leyfir ekki að fara lengra út í einstök atriði
þessarar nýju heimsfræði, enda er tilgangurinn með
ritgerð þessari sá einn, að vckja menn til umhugsunar
og hvetja þá til að kynna sér vandlega rit þessa merka
islendings, sem er hinn eini verulega frumlegi hugsuð-
ur vor á þessu sviði. Boðskapur hans bendir hærra og
víðar og veitir mannsandanum umfangsmeira vængja-
tak en venjulegt hefir verið. Hann bregður svo miklum
ljóma yfir mannlega skynsemi og svo mikilli fegurð yf-