Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 67
ÍÐUNN
Nauta-atið.
— Johannes V. Jensen. —
Annar maí er frelsisdagur Spánverja. Og nú skyldi
það vilja til, að fregnin um penna drepandi ósigur við
Cavite barst til Madrid einmitt penna dag. Spánverjar
gerðu ofurlitla uppreisn fyrri hluta dags, sem gaf til-
efni til skínandi, yndislegrar hersýningar. Hávaðinn og
aesingarnar drukknuðu í litum.
Eftir hádegi var alt fallið í dúnalogn í borginni.
En seint á fjórða tímanum varð Madrid eins og
mauraþúfa, sem hrært hefir verið í með priki. Á Puer-
ta del Sol varð hvergi komist fyrir vögnum. Og allir
-óku þeir, eins og um lífið væri að tefla, út eftir Al-
calá-götunni. Þar var óhemju mannaferð. Hér og þar
stóðu hin fáránlegustu farartæki, og fyrir dyrum peirra
stóðu ökuntenn, sem utan við sig af ákafa réttu hendur
til himins og öskruðu:
Enn er rúm! Enn er rúm!
Og þeir, sem rúm höfðu fengið í vögnunum, öskruðu
einnig og bröltu undir sóltjaldinu eins og mýs í gildru.
Á svipstundu fyltist vagninn. Ekillinn hentist í sætið,
lamdi í múlasnana, og síðan af stað alt hvað af tók.
Fyrir suma vagnana hafði verið beitt sex múlösnum,
herfilegum bykkjum, en höfuð þeirra voru prýdd rauð-
um böndum.
Ég flæktist upp í einn vagninn án þess að hafa hug-
niynd um, hvað þessi sinnulausi æðigangur ætti að
I’ýða, og við þutum á harðastökki upp eftir Calle de
Alcalá.