Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 68
62
Nauta-atið.
IflUNISt
Vagnar hendast fram hjá okkur, og við seiglumst
fram úr öðrum. Ég sé hundruð andlita. Við förum fram
hjá skrautvögnum, sem í sitja tignar spánskar konur..
Pær hafa slæður yfir tinnusvörtu hárinu, og ásjónur
peirra eru eins og stórir ópalar. Fagrir andlitsdrættir
þeirra eru málaðir kalkhvítir eða bláir. Þær sitja í
göfugmannlegri ró. Á ásjónum þeirra leikur ljómi hins
bláa himins, eða eins og þær væru í hellinum við
Kapri. Kinnar peirra ljóma með fosfórgliti í sólskin-
inu. Uppi á stéttinni sé ég fótgangandi Spánverja, sem
hafa sveipað skikkjum sínum fúlmannlega upp um hök-
una. Á einum stað stendur betlari, og við pjótum fram
hjá sigurboga. Á tröppum hans liggur maður endilangur
með kápuna upp yfir höfuð. Hann er tötralegur og
magur, og í öllum gauraganginum sefur hann hér í
eymd sinni. Lítill hundur hringar sig við hlið hans og
sefur líka.
Eftir götunni kemur rauðklæddur náungi pjótandi á
múlasna. Hann situr fattur alveg aftur á krosslið
skepnunnar, eins og hann væri í hringleikhúsi. Á hæla
honum kemur tvísætisvagn á hraðri ferð. Hann er eins
og blómakarfa. Átta nautertingamenn blása sig par út
á rauðum, gulum og gullbryddum klæðum. Múlasnarn-
ir fyrir vagninum bera stóreflis stráhatta með bjöllum.
Enn kemur vagn fullur af nautvígamönnum. Og svo
nautvígariddari á hægu brokki. Hann stendur í regin-
ístöðum, sem líkjast gömlum metaskálum. Axlirnar eins
og á myndastyttu. Kynblcndingur á eldrauðri treyju
brokkar á eftir honum.
En á horninu á Calle de Alcalá hefi ég fyrir tiu mín-
útum lesið skeytin, sem skrifuð eru með krít á stóra
töflu. Þar getur að lesa um pessa manndráps-sjóorustu.
Þar stendur, að Ameríkumenn séu nú í pann veginn að