Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 69
IÐUNN
Nauta-atið.
63
ráðast til landgöngu á Kúbu. Og ég hefi lesið hrávot
aukanúmer blaðanna, þar sem ógæfan er framreidd með
andagift: Ægilegar, óhegrilegar ófarir! Sjálfur er ósig-
urinn ]ió talinn virðulegur (el glorioso desastre de
Cavite).
Fram hjá þessum skeytum hendast íbúar Madrid á
leiðinni til Plaza de Toros; þessum blöðum hafa þeir
stungið í treyjuvasa sína ólesnum.
Vagninn okkar skrölti í áttina; við komumst upp á
brekkuna. Þá verður ekillinn okkar óður, hann hendist
niður, pýtur eins og tígrisdýr fram fyrir múlasnana,
leysir í óðagoti fremra sameykið og sviftir múldýrun-
um til hliðar. Alt fer petta fram eins og hann hefði
orðið gripinn æði, og við hendumst áfram niður brekk-
una með einu sameyki.
Að lokum komum við að Plaza de Toros, rauðu
hringleiksvæði í útjaðri borgarinnar. Hér er nú líf í
tuskunum. Það er stinningskaldi, og rykið þyrlast um
eins og snjókóf. Ég sé ofurlítil asnapeð paufast áfram
með svo bjánalega stóra Spánverja á bakinu, að engri
átt nær, samanborið við stærð reiðskjótans. Bóndi einn
kemur brokkandi. Fætur hans eru vafðir dumbrauðum
dulum ofan frá hné og niður úr. Hann er ósegjanlega
seyrður á svip. Andlitið er eins og svört og skorpin.
kartafla.
Fyrir framan miðasölustaðina tvo er hinn grimmasti
bardagi. Og dyrnar gieypa múginn, eins og standi þar
inn stinningsrok. Atgangurinn er nú hinn magnaðasti. I
miðri þvögunni sé ég mann setjast kyrfilega á jörðina
og draga af sér annan skóinn. Maðurinn lítur ofan i
hann og kinkar kolli. — Jú, öldungis rétt, það er kom-
in steinvala ofan. í hann. Og maðurinn nýtur brosandi