Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 70
■84
Nauta-atið.
IÐUNN
•ofurlítils einkasigurs um leið og hann hellir steinin-
um út.
Ég sé, að þarna fást aðgöngumiðar á 94 peseta.
Nauta-atið byrjar kl. 4V2. Það er hinn venjulegi tíini
:hvern sunnudag. Þá er fyrra hálfleik guðsþjónustu pess
dags nokkurn veginn lokið. Fólk hefir nægan tíma til
,þess að komast út um eitt hliðið og inn um annað, ná
heim til miðdegisverðar og þaðan til aftansöngs. Eftir
það er hverjum frjálst að starfa að viðhaldi hinnar
spönsku þjóðar eftir geðþótta.
Plaza de Toros er alskipað fólki. Mönnum er skipað
niður með þeim hætti, aö þeir, sem annars sitja sólar-
megin í lífinu, hljóta nú rúm í skugganum — la som-
bra —; hins vegar sitja nú lágtekjumenn með sólina
ókeypis beint í augun. Aðgangseyririnn er svo lands-
föðurlega ákveðinn, að þetta kemur alveg af sjálfu sér.
Ég sat vitanlega skuggamegin. Bekkurinn er úr steini,
■ og ég hefi ekki annað til þess að draga úr hörku sætis-
ins en koddableðil.
Hið risavaxna hringleikhús er alskipað mönnum.
Plaza de Toros er bygt í máriskum stíl, oflætisfull og
ruddaleg eftirlíking. Og nú þegar svalir og stúkugeirar
eru alskipuð alla vega litum höfuðfötum og stúkurað-
irnar hverfast eins og marglit belti, þá minnir þetta
.alt á blómbeð, eins og maður sér í görðum, eða furðu-
legt síldarsalat, alla vega samsett og reitt fram á fati.
En yfir hinum volduga hring hvelfist himininn eins og
ostahjálmur, sem guð hefir sett þar til verndar þef-
færum sínum.
Hornablástur hefst, og tveir kallarar ríða fram á
sviðið. Þeir hneigja sig djúpt fyrir stúku forsetans. Svo
. sækja þeir fersveitina — erlingamennina, sem eru gang-