Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 71
HÐUNN
Nauta-atið.
65
andi, nautvígariddarana, sem eru ríðandi o. s. frv.
Hestasveinarnir reka lestina. Peir heilsa allir forseta og
raða sér upp við garðinn.
I sömu andránni er opnað fyrir fyrsta nautinu. Það
er þegar áður búið að espa það upp og pikka í það,
eins og gefur að skilja. Það kemur inn á sandsviðið og
lítur ókunnuglega í kringum sig, — falleg, ung skepna
og vel í holdurn. Ertingamennirnir svipa léttu silki-
skikkjunum sínum til, og tarfurinn kemur auga á þær.
Já, ég skal spreka ykkur til! hugsar hann auðsæilega og
rýkur af stað. Ertingamennirnir dreifa sér um sviðið.
Þeir hreyfa sig eins og meðvitund þeirra sæti í bak-
hlutanum — og einn, sem býr óvenju vel að sálu sinni,
þýtur á móti tarfinum, nemur staóar fyrir framan hann
.og reigir sig þrjózkulega framan í hann. Tarfurinn
^tekkur á hann, en hann vindur sér til hliðar og blakar
skikkju sinni fyrir augu bolans. Aðrir taka við af hon-
.uni, og þessum eltingaleik heldur áfram um hríð. Tarf-
.urinn snýst i ráðaleysi, eins og sveitadrengur, sem álp-
.ast hefir í Jeik með bæjarbörnum og engum getur náð.
Hann reiðist, fnæsir, eins og skotið sé af vindbyssu, og
nú er hann tilbúinn í alt. Riddararnir halda kyrru fyrir
við garðinn á útigangshestum sínum. Það eru beinvaxn-
ir„ grófgerðir náungar í gulum leðurbrókum. Þeim eru
réttar kesjurnar, og svo ríða þeir fram á völlinn. Það
eru skábindi fyrir augum hestanna. Hægra augað, sem
J leiknum snýr að bolanum, er alveg hulið, hins vegar
sér hann dálítið með því vinstra. Þetta gefur hestinum
einhvern upprifinn klækisvip, eins og hann ætli að hafa
rangt við í blindingsleik.
Bolinn kemur auga á rakkan mann, sem situr fyrir
framan hann klofvega yfir um hest og miðar eiturkvik-
indislega á hann með priki. Hann bölvar í hljóði, rótar
rðunn XVII.
5