Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 72
66
Nauta-atið.
IÐUNN
í sandinum með framfótunum og 'miðar. Hann kinkar
kolli, og það er eins og hann segi við sjálfan sig: Nu
má sjálfur déskotinn!
Og nú gerist pað í raun og veru, sem mönnunum ætti
að vera í sjálfsvald sett að koma í veg fyrir. Þád skaí.
Bolinn æðir á hest og reiðmann með braki og brestum.
Riddarinn veltur úr söðlinum og drattar niður á sand-
inn eins og mélpoki. Hesturinn kuðlast í hnút, hnýtur
hrottalega á hlið og fellur, og nú koma ertingamennirn-
ir með rauðu skikkjurnar. Bolinn þýtur í þá og þveitir
þeim upp að garðinum; þar hoppa þeir fimlega yfir í
hlé. Hestasveinarnir drusla riddaranum á fætur — og
áhorfendur ætla að verða vitlausir. En hesturinn? Hann
er hrestur við með svipum og stöfum, þangað til hanm
er búinn að sparka sér á lappir. Hann hefir fengið tvö
minni háttar sár, annað í bóginn, hitt inn á rnilli rifj-
anna. Pau geta ekki verið meira en svo sem kvartils
djúp og ekki stærri um sig en tunnuspons. Blóðið fossar
íit í snöggum gusum með hverju æðarslagi.
Hvað á þetta að þýða? virðist hesturinn hugsa. Hanrr.
japlar á mélunum, frísar eins og létt sé af honum
fargi og álítur sig hafa sloppið vel, þegar alt kemur
til alls. En nú sezt riddarinn. í söðulinn á ný og knýr
hann fram, skjálfandi á beinunum. Nýr hrotta-árekstur.
og að þessu sinni falla hestur og riddari upp við garð-
inn. Riddarinn heldur sig rólegur í hléi við hestinn, þó
að þaö fari raunar ekki sem þægilegast um hann. En
bolinn hrærir bandóður í sparkandi hestinum, sem er
vitfirtur af hræðslu. Og á þessu augnabliki er þetta
ennisþykka villidýr, sem geymir nú alla ofsareiði sína
í hornunum, samnefnari þeirra þúsunda, sem horfa á.
Þegar ertingamennirnir hafa lokkað bolann með sér.
er riddarinn dreginn fram. Hann hefir fengið bölvaða