Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 73
IÐUNN
Nauta-atið.
67
útreið, er haltur og kveinkar sér fast. En hesíurinn
verður að standa upp. Og hestasveinarnir þreskja hann
nú um augu og snoppu með stöfum sínum. Pessir stafir
eru úr seigum, kvistóttum þyrni. Já, bíddu hægan lags-
maður! Hesturinn gerir sitt ítrasta; það gerir hestur
ávalt, því hann er hlýðin og skynsöm skepna. En hann
getur ekki. Hann skal. Og þegar hann loks stendur rið-
andi á fjórum fótum, þá hangir poki af brúnum og
bláhvítum görnum niður úr kviðnum, nálega til jarðar.
Hann er eigi að síður full-brúklegur enn þá, úr því að
hann getur staðið. Hann skal út í það einu sinni enn.
Riddarinn hefir nú dæst sér út samúð áhorfenda, sem
gerir honum fært að koma fram eins og harðger hetja.
Hann sezt í söðulinn á ný. (Stórkostleg fagnaðarlæti.)
Um leið og hesturinn fer af stað, stígur hann öðrum
afturfæti í.garnirnar og rekur þær lengra út. Iv! segir
hann og lyppast niður á afturendann. Riddarinn fer af
baki með fýlu. Hesturinn fær nú að sitja stundarkorn..
Kannske kemur hann til. Hann situr á afturfótunum eins.
og hundur, snýr höfðinu í ýmsar áttir og litast um.
Það er á honum sérkennilegur vesældarsvipur. En hann
kann að geta borið sinn mann aftur, bara að hann fái
að sitja dálítið og kasta mæðinni lítið eitt. Nú gleytna.
menn honum stundarkorn fyrir bolanum, sem bókstaf-
lega veltir lifur og innýflum út úr öðrum hesti. Þegar
bolinn snýr sér frá hestinum, sem liggur í keng, dregur
hann langan rjúkandi þarm á öðru horninu. Riddarinn
er reistur á fætur. Pað er komið blóð á buxurnar hans..
Samtímis hleypur fyrsta spjótskyttan fram á mitt sviðið,
með tvö litlu spjótin sín hátt á iofti, eins og hann ætli
að fara að stýra söngleik meö tveimur taktsprotum.
Sá hesturinn, sem enn situr á rassinum ofurlítið tiL
hliðar, brýtur heilann um vanmátt sinn og kemst að/