Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 74
68
Nauta-atið.
IÐUNN
peirri niðurstöðu, að allir hafi gleymt honum. Kannske
getur hann tekið sér ofboð-Iitla hvíld. Hann lognast kyr-
látlega út af á hliðina og teygir frá sér höfuðið. Einn af
hestasveinunum verður Jjessa var og slær hann innilega
í hausinn. En þegar honuin skilst, að klárinn getur ekld
meira, dregur hann upp hníf með hjartalöguðum
oddi og stingur hann í mænuna. Hesturinn keyrist í
hnút og teygir síðan úr sér stundarkorn. Hér er ekld
miskunnar að vænta af öðru en hnífunum.
Spjótskyttan stappar í sandinn og belgir sig upp.
Bolinn ræðst á hann á harðastökki. Og um leið og
maðurinn stendur milli horna dýrsins, beygir hann sig
og stingur báðum spjótunum leiftursnögt í hrygg pess.
Svo er hann á burt. Lófaklapp. Þessi spjót hafa agn-
hald, annars dyttu þau strax úr sárinu. Nú éta pau sig
lengra og lengra inn í lifandi holdið með hverri hreyf-
ingu dýrsins. Tarfurinn vingsar höfðinu og tekur eitt
meiri háttar loftstökk. Blóðið löðrar niður síðurnar og
drýpur af hesinu. Þegar hann snýr sér, bregður rauðum
leiftrum af bógunum. Og hann snýst látlaust um sjálfan
sig með þungfærri lipurð; hann langar að reka í gegn
einhvern af þessum tvífætlingum í rauðu, gulu eða
grænu silkiklæðunum. Hann getur ekki trúað öðru en
að það sé meiningin. En í stað þess að ná í nokkurn á
hornin, fær nú bolabjáninn fjögur spjót í skrokkinn í
viðbót. Hann er nú rétt hjá einum dauða hestinum. Og
í þjáningu sinni og reiði stingur hann sér eins og sund-
maður á höfuðið í hross-skrokkinn, tætir hann, molar
hann, bögglar honurn saman og herfir fram úr honum
innýflin. Dauði hesturinn virðist lifna við, hann spriklar
afkáralega. Það er ótrúlega hrossalegt, og fólkið ætlar
að rifna af kátínu. Og þegar hláturbylgja gengur yfir
þetta stóra, dýrmæta blómabeð, hljómar hún eins og