Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 75
IÐUNN
Nauta-atið.
69
dynur af fuglasveim, óhemju-hóp af kynlegum fuglum.
sem allir gogga í hræ.
Bolinn er nú oröinn allmóður og þreyttur. Hann sýpur
hveljur, blóðlifrugar síðurnar belgjast út og inn, og
tungan hangir máttlaus út úr honum, eins og á kín-
verskri hreyfibrúðu. En petta setur á bolann viðsjálan
dugnaðarsvip. Hann er eins og hundur að leik, sem í á-
kafanum gleymir að hafa hemil á tungunni.
Pað sígur deyfð á sýninguna. Boli gengur að dyr-
unum, sem hann kom út um, og hnusar að þeim. Hann
hallar undir flatt og horfir á læsinguna. Ætli það væri
ckki hægt að opna þessa hurð? Nei; það er ekki ætl-
anin. Ekki til að tala um. Riddararnir þvæla honum
út á sviðið aftur. Nú leitast hann við að komast undan
nreð því að stökkva yfir garðinn. Það er óvænt og
yndislegt klaufdýrsstökk. Ösjálfrátt gárast áhorfenda-
múgurinn. En boli kemst bara inn í ranghalann, og
þaðan er hann strax rekinn út aftur.
Fyrir framan forseta-stúkuna stendur nautabaninn
Enrique Vargas, berhöfðaður, og snýr klerklegri ásjónu
sinni til himins. Hann biður um leyfi til þess að enda
leikinn. Hann þarf ekki að biðja um það; það er að eins
formsatriði. Ef hann aftur á móti færi fram á það að
þyrma nautinu, þá væri bænar þörf. En Enrique Vargas
biður ekki um slíkt. Ef til vill á hann konu og börn.
Nú tifar hann danzandi fram á sviðið eins og her-
bergisþjónn. í vinstri hendi hefir hann eldrauða slæðu,
í hægri ber hann sverðið í snyrtilegri, láréttri línu.
Fyrst espar hann bola og gengur fram af honum með
slæðunni, því næst leggur hann til hans fjórum sinnum
— og mistekst. Hafa menn séð annað eins? Tvisvar
sinnum situr blaðið fast í hrygg skepnunnar, en kippist
út við umbrotin. Lagið á að hitta á nákvæmlega réttan