Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 78
72
Nauta-atið.
IÐUNN
nr. 5 ötull og gerði margt snoturlega. Þrír hestar.
Antonio Fuentes lagði eins og svín fimm sinnum, en
prýðilega í sjötta sinn. Antonio Fuentes, sem annars er
góður, verður að taka sig á.
Sjötti og síðasti tarfurinn var gull, rækilega ertur og
píndur upp i freyðandi vitfirringu. Hann reif í sundur
8 hesta. En „E1 Nacional“ getur pess með dálítilli
beiskju, að prír hafi reyndar verið sama sem dauðir
eftir fyrri naut. Hvers konar óhæfa er pað! Mætti maður
biðja um heilt skinn til að pikka í. Er það meiningin,
að við eigum að drepa dauða hesta hér á Spáni!
Og nú skuluö þið heyra, hvernig þessum átta hestum
var sálgað. Einn var stunginn á kaf í holduga bringuna
og bylt til jarðar; því næst var hann svo agalega hol-
rifinn á hálsinn í annari atrennu, að hann dó strax.
Riddarinn sá sér samt færi á að leggja ærlega i nautið
með kesjunni, og þegar hann var tíndur upp á eftir,
blár og bólginn, haltraði hann sér inn dálitla viðurkenn-
ingu. Einn riddarinn vék hesti sínum í hæðilegar stell-
ingar gegn bolanum, sem hikaði við atlöguna. (Bravó!)
En svo kom líka atlagan. Bolinn keyrði annað hornið á
kaf inn undir stert hestsins, bar hann á horninu nokkrar
mínútur með afturendann á lofti og lagði hann svo
saman eins og harmoniku aftan frá. Þegar hesturinn
komst á fætur, stóð rauður, gildur boginn aftur úr
honum. Það leit út eins og hesturinn hefði þarna tekið
sér bessaleyfi til að ganga þarfa sinna, — og kátínan
gaus upp á áhorfendabekkjunum. En í gegnum hávað-
ann heyrði ég hestinn veina, tryllingslega og skerandi
eins og eimblístru í fjallagljúfrum. Annars báru hest-
arnir kvalir sínar að mestu hljóðalaust. Af einum var
t. d. flipinn rifinn gersamlega. Hann þagði við því.
Og þegar skein í tennurnar, var engu líkara en að hann