Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 81
IÐUNN
Á guðsríkisbraut.
75
ROSSNESKT INNANRIKISLÁN.
önnur finim ára áœtlun.
(Frá fréttaritara vorum í Moskva.)
Ráðstjórnin tilkynti á mánudaginn, að hún myndi taka
innanríkislán, sem nemi 3 000 000 000 rúblum (um 300 000 000
pundum). Á pað að vera til 10 ára og vextir 10 °/o. Þó að
slik lán hafi verið tekin á hverju ári nú í mörg ár og fénu
varið til þess að koma upp hinum nýja iðnaði, er pað föst
venja, að verkamenn á liverju iðnaðarsvæði eigi frumkvæðið
og fari pess á leit við stjórnina, að hún taki lán. 1 þetta
:sinn kom áskorunin frá verkamönnum í Tula. Láninu á að
verja í aðra fimm ára áætlun.
Dagblöðin skora nú fast á alla borgara í Ráðstjórnar-
ríkjunum að leggja í þetta lán þriggja vikna kaup. Þó að
vextirnir séu greiddir af rússneskum innanríkislánum, mega
handhafar skuldabréfanna ekki selja þau nema með sér-
stöku leyfi. Láni þessu á ekki eingöngu að verja til nýrra
Iðnaðarfyrirtækja, heldur einnig til þess að taka úr umferð
nokkuð af seðlum. Þetta er í samræmi við núverandi stefnu
Ráðstjórnarinnar, að reyna að auka kaupgetu rúblunnar með
því að takmarka sem mest útgjöld stjórnarinnar, lækka
kaup hjá sumum stéttum verkamanna og draga úr tekjum
einstaklinga, sem gegna mörgum embættum.
Berið nú þessa kurteisu og að því er virðist ólituðu
frásögn The Manchester Guardians saman við hina
tuddalegu fölsun Morgunblaðsins. Takið t. d. eftir
þessu orðbragði, sem vel gæti verið sett á pappírinn
af Islendingi, sem gengi í Álafoss-buxum og þjösnaðist
áfram eftir siðareglunni „Island fyrir íslendinga“:
„Fjárhagurinn í Rússlandi." Þessi fyrirsögn á að læða
inn í meðvitund ykkar þeirri blekkingu, að þessi innan-
landslántaka ráðstjórnarinnar sýni, hve fjárhagur Rúss-
lands sé bágborinn. Á 3. síðu í sama tölublaði er sagt
frá 1000 000 000 marka innanríkisláni, sem nazistastjórn-
in í Þýzkalandi sé að taka, en blaðinu láist að gefa í
skyn, að sú lántaka vitni um bágborið fjárhagsástand