Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 82
76
á guðsrikisbraut.
IÐUNNI
par í landi. Pvert á móti er fyrirsögnin fyrir þessari
lánsfrétt: „Þýzka stjórnin tekur lán til framkvæmda
innanlands."
Þá koma pessar setningar:
„Rússar taka nú stórlán —“
„og lofa að borga 10»lo af því í vexti.“
„þeir (útlendingar) treysta ekki Rússum.“ Þetta er vís-
vitancli ósannsögli. Jafnvel Morgunblaðið veit, að í
mörgum löndum hefir um Iangt skeið átt sér stað
vöruskiftaverzlun í stórum stíl við Rússa, þar sem
þeir hafa fengið gjaldfrest, stundum alt að fjögurra
ára langan. Og ég minnist ekki að hafa heyrt eða
séð neitt annað um sviksemi Rússa í þeim viðskift-
um en glaðklakkalegar dylgjur um það í Morgun-
blaðinu, að þeim væri ekki treystandi og að þeir
myndu svíkja. En mér vitanlega hefir Morgunblaðið
reynst hingað til þar sem oftar þess háttar spámaður,
sem jafnvel trúgjörnustu velunnarar þess myndu ekki
leita véfrétta hjá um ókomna atburði. Slík verzlunar-
viðskifti hafa t. d. farið fram milli Rússa og Norð-
manna, Svía, Englendinga, Frakka, Itala, Bandaríkja-
manna, Þjóðverja (þeir fluttu til Rússlands á fyrsta
fjórðungi þessa árs vörur, er námu 46 529 000 rúblum)
og meira að segja á milli Rússa og Islendinga!
Minnist enn fremur þessarar setningar í endurminn-
ingum yðar um þjóðmálamentun Morgunblaðsins:
„Rússar ætluðu að komast af án peninga og afnema
vexti.“
Einnig þetta er jafn-ósatt cins og það lýsir litilli ráð-
vendni og lélegum stjórnmálaþroska. Rússar ætluðu sér
aldrei að komast af án peninga né afnema vexti. En
bolsivíkarnir segja: I fullkomnu sameignar])jóðfélagi
verður engin þörf á peningum. Hins vegar er þjóðfé-