Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 84
78
Á guðsríkisbraut.
IÐUNN
kvæmd nýrri fimm ára áætlun. Það er með öðrum orð~
um tekið í pví skyni að fullkomna vísindalega skipu-
lagða undirstöðu að andlegu og efnalegu lífi 170 milljóna
manna, í staðinn fyrir kákið, skipulagsleysið, blindnina,
óvissuna, rangsleitnina og heimskuna, sem er undirstaða
og uppihald hinna úrkynjuðu og siðspiltu auðvaldsríkja..
Af frásögn Morgunblaðsins gætu hinir mörgu fáfróðu —
og þeir eru svo sorglega margir á þessu landi — freist-
ast til að halda, að þessum 3000 milljónum rúbla eigi
að eyða til þess að borga einhverjar Islandsbanka-
skuldir rússneskra siðleysingja.
II.
Þótt ég hafi valið þessa þýðingarfölsun Morgunblaðs-
ins fyrir texta dagsins í dag, þá fer samt mjög fjarrn
að hún sé einstakt fyrirbrigði í sinni röð. Þorrinn af
íslenzkri blaðamensku er sokkinn niður í það spillingar-
díki, að flestir blaðaskriffinnarnir virðast hafa laxerað'
án minstu blygðunar allri tilfinningu fyrir mismun á
réttu og röngu. Það er alveg undir hendingu ruddaleg-
ustu eiginhagsmuna komið, hvort þeir segja satt eðai
ljúga. Þeim er meira að segja varnað að geta hermt.
rétt frá ósamsettustu og áþreifanlegustu hversdagsat-
burðum, ef þeir halda að sannleikurinn fari í bága við.
hagsmuni þeirra. Nýlega fluttu t. d. tvö blöð fréttir af
sama fundinum, sem haldinn var hér í bænum. Annað
blaðið sagði, að fundarsalurinn hefði verið troðfullur.
Hitt staðhæfði, að fáeinar hræður hafi húkt þar á fund-
arbekkjunum. Og bæði blöðin þóttust hafa frásögn sína
eftir sjónarvottum. Álíka vel bar þeim saman um flest
annað, sem þau sögðu af þessum fundi.
Óhlutdræg frásögn er með öllu útskúfuð úr dálkum.
íslenzkra blaða, ef þau hafa þá nokkurn tíma staðið á.