Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 85
IÐUNN
Á guðsríkisbraut.
79<
svo háu siðmenningarstigi að geta sagt rétt frá. Dag
eftir dag og ár eftir ár eru blöðin full af hinu andlaus-
asta skrifiríi, sem er eintómar rangfærslur, auðvirðileg-
ar rökfalsanir, smáskítlegir útúrsnúningar og vísvitandi
ósannindi. Pað er ekki merkilegur sálarþroski, sem;
stendur bak við aðra eins óþverraframleiðslu.
Allri pessari ólyfjan er spúð út um bygðir landsins til
pess að skapa sér álit, sem er óverðskuldað, völd, sem.
menn eru ekki vaxnir, og auð, sem aflað er með rangs-
leitni. Og svo eitrað er orðið vald blekkinganna, óheil-
indanna og uppskafningsháttarins meðal blaðalesend—
anna, bæði lærðra sem leikra, að sannsögli, hreinskilni
og einlægni eru víðast hvar hér í höfuðstað landsins tal-
in átakanlegt vitni um frumstætt hugarfar og lélegar
sálargáfur. Pað er þessi ómannlegi uppskafningsháttur
fjölda islendinga, sem gerir þá hlægilega, hvar sem þeir
láta sjá sig meðal útlendra þjóða.
Ef þér, íslenzkir blaðalesendur, væruð sæmilega sið-
aðir og mentaðir menn, mynduð þér telja yður svo mis-
boðið með annari eins blaðamensku, sem skrumskælir
hugsunarhátt yðar með lygum og blekkingum ár eftir
ár, að þér mynduð útskúfa úr híbýlum yðar öllum þeim
blaðasneplum, er fótumtroða svona blygðunarlaust
sannsöglina og heiðarleikann. En þess í stað hafið þér
nú fundið upp á að reyna að bjarga við andlegri niður-
lægingu yðar, óttanum, fákænskunni, hugsunarsljóleik-
anum, trúgirninni, hugsjónaörbirgðinni, montinu, blindri
rangsleitni, smásálarlegri lyganáttúru, ófyrirleitnu okri,
lævíslegu prangi, hégómlegu skrautprjáli, dómgreindar-
lausu hatri, valdagræðgi, skemtanaæði, drykkjusvalli,
sadisma og trúarhræsni, með því að ljúga því að sjálf-
um yður, að enn þá innihaldslausari kjaftavaðall, enn
þá ósvífnari reginlygar, enn þá villidýrslegra framferði