Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 86
.80
Á guðsríkisbraut.
IÐUNN
nokkurra ofstækisfullra fáráðlinga, sé nú loks þetta,
sem þið hafið verið að leita að alla æfi: „gróandi þjóð-
. líf með pverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis-
braut“(!!)- Já, „á guðsríkisbraut“(!!!). Þér getið heldur
æn ekki tekið undir sigri hrósandi með fyrirmynd yðar:
„leitið, og þér munuð finna; knýið á, og fyrir yður
mun upp lokið verða“.
Ja, þetta eru þó orð í tíma töluð, munu sum yðar
:segja, þegar pér lesið þessar línur. En ég vildi þar á
móti mega spyrja yður: Viljið þér hætta að fullu og
öllu að taka þátt í þessari stórlygaiðju? Viljið þér
byrja á því í dag að segja satt í stað þess að Ijúga,
að beita dómgreind í stað þess að trúa, að íhuga í sta&
þess að æpa? Viljið þér lofa sjálfum yður því að leita
í hverju málefni undanbragðalaust að eins þess, sem
rétt er? Viljið þér heita sjálfum yður því að hætta ger-
samlega að kaupa hvert það b1að, sem flytur rangfærsl-
ur, rökfalsanir eða vísvitandi lygar? Og viljið þér láta
yður skiljast það nú í eitt skifti fyrir öll, að lygar á
útlenda menn, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð
sér, hvort sem þeir eru rússneskir bolsivíkar, þýzkir
. Gyðingar, amerískir stóriðjuhöldar eða enskir blaða-
menn, er jafnvel enn þá ódrengilegra athæfi en ósann-
. indi um landsmenn yðar, sem geta haldið uppi vörnum
fyrir sig hér í blöðunum?
Ef þér viljið heita sjálfum yður þessu og efnið öll
þau heit dyggilega, þá hafa þessar línur mínar verið
orð í tíma töluð, og íslenzk blaðamenska mun vissulega
gerbreytast til hins betra á stuttum tíma, því að blöð-
in eru til orðin yðar vegna og flytja það, sem þér viljið
. heyra. En ef þér haldið áfram að sóa hinum óendur-
ihræfu æfidögum í. sama drusluskapnum og þér hafið
.fram.rölt.í.bingað tij, þá hafa þessar línur mínar ekki