Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 87
IÐUNN
Á guðsríkisbraut.
81
verið orð í tíma töluð, og íslenzk blaðamenska verður
æ svartari og svartari blettur á menningu mannkynsins.
Meginerfiðleikarnir í að koma fyrir yður vitinu eru
fólgnir í þeirri óráðvendni hugarfarsins, að þér viljið
láta blekkjast, práid að láta ljúga að yður. Þér hafið
verið að rnynda yður hinar og þessar skoðanir. En
skoðanir yðar eru venjulega ekki ávöxtur af þolinmóðri
leit og ráðvandlegri ihugun. Pær eru ekki reistar á
þekkingu, og þær eru fyrir utan og neðan allar stað-
reyndir. Skoðanir yðar eru að eins afkáraleg hugsana-
forrn, flöktandi stemningar eigingjarnra óska. Þérspyrj-
ið ekki að því, hvernig hlutirnir séu, heldur fullyrðið
þér harðsvírað, að svona séu þeir, af pví ad pér viljid
hafa pá svona. Þér eruð með öðrurn orðum ekki að leita
sannleikans, heldur eruð þér á þindarlausu spani eftir
pœgilegum trúarbrögoum. Þér eruð alt af að reyna að
falsa hina gullnu mynt tilverunnar til þess að tryggja
höfuðstól eiginhagsmunanna, efnahag, álit, völd, sálu-
hjálp.
Til þess svo að styrkja yður. í öllu þessu hugmynda-
rugli, sem ekki á sér aðra undirstöðu en yðar eigin-
gjörnu óskir, flýið þér undir verndarvængi alls konar
kennivalda og falsspámanna, og þér eruð svo andlega
lítilsigld (þótt þið kunnið að standa ykkur vel í líkam-
legum slagsmálum), að þér takið fegins hendi við hverri
þeirri blekkingu og hverjum þeim ósannindum, sem
staðfesta óskir yðar og skoðanir. Síðan leggið þér alt
kapp á að telja sjálfum yður trú um, að þetta hljóti að
vera satt, af því að þér viljið að það sé satt. Þannig
verðið þér smám saman ánauðugir þrælar kennivald-
anna, týnið þeim göfuga hæfileika að geta gert mun á
staðreynd og ímyndun, forherðist og neitið blákalt stál-
hörðum staðreyndunum, og hugsun yöar staðnar og
(j
Iöunn XVII.