Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 90
84
Á guðsríkisbraut.
IÐUNN
varnað andlegs þroska, til þess að þér getið montað
jyður í loðfeldum og dekrað við andleysi yðar í dýr-
um höllum. Og síðan streitist þér við að halda þessum
skríl yðar í skefjum með ramvitlausum kensluaðferðum,
mannspillandi musterum, rándýrum sjúkrahúsum, flók-
inni löggæzlu og andlega drepandi dýflissum í stað
þess að taka fyrir rót allra þessara meinsemda með
fyrirmyndar-uppeldisstofnunum, fyrirmyndar-fræðsluað-
ferðum og fyrirmyndar-leiðbeiningum í heilsusamlegum
lifnaðarháttum. Þannig fer alt yðar litla, eigingjarna
vit í að glíma árangurslaust við eintómar afleidingar, í
stað þess að beina kröftum yðar að því að uppræta í
eitt skifti fyrir öll orsakirnar. Og svo bannsyngið þér
tornæmi „skrílsins", af því að það er andstætt mann-
legu eðli að geta lagað sig eftir fyrirkomulagi, sem er
reist á tómri eigingirni og heimsku.
Verkefnið, sem fyrir yður liggur, ef þér viljið hefjast
úr þessu dýrslega ástandi upp til mannlegs þroska, er í
stuttu máli þetta:
Það, sem yður ríður fyrst og fremst lifið á, það er
að uppala yður andlega, í stað þess að fjötra hverja
yðar hugsun við verzlunarhagnað, nautnagræðgi og sál-
arlaust útvortisprjál. Leitið yður þekkingar í ríkum
mæli, í stað þess að eyða æfi yðar í andlaust dúll og
fánýtar skemtanir, því að fáfræði yðar er mikil.
Kostið kapps um að hugsa, rannsaka og íhuga, í stað
þess að hlaupa eins og krakkar eftir kjaftaslúðri og
stemningum augnabliksins. Leggið alla stund á að
hugsa skýrt, rökrétt og óhlutdrægt, í stað þess að
buslast áfram í þoku eiginhagsmunanna. Þreytið krafta
yðar á að brjóta öll viðfangsefni yðar inn að kjarnan-
um, velta fyrir yður og íhuga út í yztu æsar alt, sem
þér lesið, heyrið, sjáið og reynið. Forðist eins og skað-