Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 92
•86
Á guðsríkisbraut.
IÐUNN
yðar gegn þessum leiðbeiningum eins og illa siðaðir
götustrákar, sem steyta hnefann framan í þekkinguna. Og
-umfram alt: Látið yður ekki fara eftir Iestur Jiessarar
ritgerðar eins og dýrum merkurinnar, sem þurfa að
endurtaka sömu reynsluna í milljónir ára, áður en þau
geti eitthvað lært af henni.
Heilræði mín eru að vísu ofurhversdagslegur barna-
lærdómur. En meðan þér hafið ekki tileinkað yður hann,
ber nauðsyn til að brýna liann fyrir yður. Og það er
ekki til nein önnur leið undan áþján kennivaldanna,
iyganna og múgmenskunnar.
Á hvítasunnudag 1933.
Þórbergur Þórdarson.
Hún.
W. Miihlhausen.
Hún er svo björt eins og livítur snjór
— hárið þvi likast og sólskin er —,
teinrétt og hrein eins og himinn blár;
hún er það fegursta’, er maður sér.
Hvað annað vænt, er ég veit á skil,
má vera hvers eign, sem langar til,
en hana ég einsamall eiga vil.
Víst er sólskin á sumri bjart,
samt er þó fegra hennar ljós.
Svo leiftrandi sjónir ungmær á;
í þeim á guð sitt vald og hrós.
Pó komið væri með kórónu úr Róm
til kaupa, fyrir þann helgidóm,
þá kórónu met ég, gegnt henni, hjóm.
Sigurjón Friðjónsson
þýddi.