Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 93
fÐUNN
Misgánings-sónatan.
— Hjalmar Söderberg. —
í kvöldboði á dönsku heimili í Kaupmannahöfn var
ég nýlega áheyrandi að þremur örstuttum frásögnum,
sem nefna mætti þrjú afbrigði eins og sama söguefnis.
Ég ætla nú að freista að endursegja þessar frásagnir
■eftir því sem efni standa til.
Hljóm-sónata skiftist venjulega í þrjá kafla, sem að
vísu sjaldnast eru endurtekningar á sama efni. Samt
sem áður liefi ég að gamni mínu kallað þessa frásögu
Misgánings-sónötuna. Það lætur ekki sérlega söngvíst
í eyrum — enginn mun gruna mig um að hafa hnupl-
að því frá Beethoven. Hitt er öllu lakara, að nafnið
fellur kannske ekki rétt vel að efninu að joví leyti, að
hér er ekki um að ræða mistök yfirleitt, heldur að eins
ákveðna tegund misgánings.
Gestgjafinn var efnaður (að því er ég bezt veit) og
vel mentur forngripasali. Á meðal gestanna var tengda-
faðir hans, alúðlegur og virðulegur gamall prestur. Enn
voru þar staddir sænskur málari, gráskeggjaður, en ekki
mjög við aldur, ungur dósent í heimspeki frá háskólan-
am í Osló — sérgrein hans var „sálarfræði undirvit-
undarinnar" — og bankagjaldkeri nokkur, skarpleitur
°g nauðrakaður. Hina gestina, og þar á meðal sjálfan
niig> getum við kallað aukapersónur.
Það byrjaði með því, að dósentinn norski sýndi okkur
f>réf, sem hann hafði fengið samdægurs frá einum
starfsbróður sínum í Osló, sagnfræðingi. Þaö var ekkert