Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 94
88
Misgánings-sónatan.
IÐUNN
einkennilegt við þetta bréf annað en dagsetningin: 17.
nóvember 1425. Ártalið var mjög greinilega skrifað. Það
gat ekki komið til mála, að bréfritarinn hefði skrifað
tölustafinn f) jiannig, að ekki yrði gert úr honum annað
en 4 — þó að maður vildi hugsa sér þá skýringu. Og í
bréfinu var ekkert, er vekti grun um, að höfundur þess
væri að gera að gamni sínu eða reyna að blekkja.
- Málið skýrist auðvitað á þann einfalda hátt, sagði
heimspekingurinn norski, að vinur minn hefir af ein-
hverjum ástæðum haft ártalið 1425 í kollinum, þegar
hann dagsetti bréfið. Ég man nú ekki hvað gerðist árið
1425, eða hvort nokkur merkisviðburður er tengdur vi5
það ár; en það veit náttúrlega starfsbröðir minn, semer
sagnfræðingur. Það er auðsætt, að frá undirvitund hans
hefir jiessu ártali skotið upp, og svo skrifar hann það,
en auðvitað myndi hann bölva sér upp á, að hann hefði
skrifað 1925. Það er annars ekkert óvenjulegt, að slíkt
komi fyrir, og mér væri forvitni á að vita, hvort hér er
ekki einhver viðstaddur, sem gæti brugðið ljósi yfir
efnið út frá sinni eigin reynslu.
(Hér liggur þá efnið fyrir, og nú koma afbrigðin.)
— Jú, það vill svo til, að ég ætti að kannast við þetta,.
tók sænski málarinn gráskeggjaði til máls. Svo er mál
ineð vexti, að fyrir meira en þrjátíu árum kom það fyrir
mig að verða bálskotinn í stúlku. Ég var svo dauðskot-
inn, að ég hefði ekki horft í að giftast henni, þótt til
þess hefði ég auðvitað engar ástæður. En ég hefði
áreiðanlega ekki slojjjrið frá því fyrir minna.
En þar sem ég er nú staddur, í framandi landi, verð
ég fyrst að geta þess, að í Stokkhólmi er bæjarhluti,
sem heitir östermalm. Frámunalega hversdagslegt og
leiðinlegt hverfi, með þráðbeinum og leiðinlegum göt-
um, og ein þeirra heitir Kommandörgata. Hún er svo