Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 96
'90
Misgánings-sónatan.
IÐUNN
áður en mig varði stóð hún hjá mér í gluggaskoti og
hvislaði:
— Því komstu ekki?
— Því kom ég ekki! Hvað áttu við? Ég sem gekk
fram og aftur í Kommandörgötu, grátandi og bölvandi,
í tvo klukkutíma! Og ofkældist og lagðist í lungna-
bólgu á eftir!
— I Kommandörgötu? En þú hafðir skrifað mér og
beðið mig að mæta þér í Östermalmgötunni! Og þar
beið ég eftir pér í kuldanum, pangað til ég var orðin
stirðnuð, og þó að það hafi kannske ekki verið fullir
tveir tímar. . . .
Sjáið nú til; svo er mál með vexti, að það er til önnur
þráðbein og hversdagsleg og leiðinleg gata á Öster-
malm, sem heitir östermalmgata. Nú var ég, eins og ég
sagði áðan, vanur að kalla götu þá, sem ég bjó við,
blátt áfram östermalmgötuna, og það hafði ég skrifað,
þótt ég auðvitað ætti við Iíommandörgötu! — Það
er dálítið undarlegt að hugsa sér, að ef mér hefði ekki
orðið á þessi skyssa, þá hefði lífsferill minn getað orð-
ið allur annar. Beinni eöa brattari — það vitum við ekki.
En að minsta kosti annar!
Dósentinn í undirvitundinni hafði tekið upp vasabók
sína og hripaði nú í flýti nokkrar línur.
— Já, kæru vinir, tók nú gamli presturinn til máls,
það er í sannleika undariegt, hvernig auðvirðilegustu
tilviljanir geta gripið inn í iíf okkar og örlög. Fyrir
nærri tuttugu árum síðan vildi mér sjálfum til ekki
ósvipuð skyssa, og lá nærri að ég yrði að bæta fyrir
hana með kjóli og kalli. En ég veit ekki, hvort það er
rétt af mér að vera að segja frá því. Og þó held ég það,
— hér er maður á meðal góðra vina og meðbræðra,
sem heldur kjósa að skilja en dæma.