Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 98
92
Misgánings-sónatan.
IÐUNN
önu, sem var ekki nema fimm. Þessir litlu, indælu
ópektarangur höfðu enn aldrei fengið að fara í TivolL
Ég man enn ]5á mitt fyrsta Tivoli-kvöld sem barn, -
það er mér ógleymanlegt, — og ég hlakkaði til að vera
vitni að gleði litlu anganna, barnabarna minna. Og
þessar hégómlegu hugsanir, svo saklausar sem þær
annars kunna að virðast, voru — það verð ég með
blygðun að játa — að vefjast, í höfðinu á mér á meðan
ég stóð í predikunarstólnum og lagði út af Guðs heil-
aga orði. Og þannig bar það til, að ég slysaðist til að
enda predikun mína með því að láta Drottin vorn á
krossinum segja við hinn iðrandi ræningja: Sannlega,
sannlega segi ég þér, í dctg skalt pú verci med mér í
T ivoli!
Ég hafði naumast slept orðinu, þegar það rann upp
fyrir mér, hvað mér hafði orðið á. Og ég fer ekki með
neinar ýkjur, þegar ég segi, að skelfilegra augnablik
hefi ég aldrei lifað. Ég þorði ekki að líta upp; ég fól
andlitið í höndum mér á meðan ég stamaði fram bless-
unina yfir söfnuðinn.
Ég veit varla hvernig ég komst heim. Ég, gamali
maðurinn — því ég var svo sem kominn af æskualdri,
þegar þetta vildi til — ég gerði víst lykkjur á leið
mína og þræddi fáfarnar hliðargötur til þess að kom-
ast hjá að mæta mönnum og til þess að jafna mig eftir
þetta reiðarslag. Aldrei á æfi minni hefir mér fundist
ég vera jafn-aumur og tortímingunni jafn-nærri. Og
þegar ég loksins náði heim, gekk ég rakleitt að skrif-
borðinu mínu, settist niður og skrifaði bréf til kirkju-
málaráðuneytisins. Játaði, hvað mér hefði orðið á í
predikun minni — fyrir mér vakti það fyrst og fremst
að verða á undan væntanlegum ákærum frá söfnuðin-
um — og útskýrði það eins vel og mér var unt. Og ég