Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 99
IÐUNN
Misgánings-sónatan.
93
endaði bréfið með því að tjá mig albúinn þess að
sækja um lausn í náð, ef sliks yrði krafist.
Eftir þrjá mánuði — í kirkjumálaráðuneytinu er eng-
inn asi á þeim að svara brófum — fékk ég svar. Ráð-
herrann, gamall skólabróðir, sýndi mér þann heiður að
svara með bréfi eigin bandar. Hann skrifaði á þá leið,
að þar sem enginn maður í mínum fámenna söfnuði
virtist hafa tekið eftir þessu glappaskoti mínu og því
síður kært yfir þvi, sæi hann ekki ástæðu til að hreyfa
við málinu. Það vill svo til, að ég er einmitt með bréfið
í vasanum. Gerið svo vel, kæru vinir, hérna er það! Það
er eina bréfið, sem ég hefi fengið um dagana frá ráð-
herra.
(— Það vill svo til, að þetta bréf er karlinn búinn að
bera á sér frá því ég fyrst man eftir mér, hvíslaði Sóf-
us að Júliönu.)
Eins og við vitum öll, hélt gamli presturinn áfram,
þá trúði hinn kristni heimur, og kirkjan sjálf, langt
fram eftir öldum, á ekki bara einn djöful, heldur á
ótölulegan sæg illra anda, sem gripu inn í gang tilver-
unnar og örlög mannanna bæði í smáu og stóru. Því
verður heldur ekki neitað með rökum, að slík trú
finnur ekki lítinn stuðning í heilagri ritningu, og kirkj-
an hefir að vísu aldrei varpað þessari kenningu fyrir
borð, — hún hefir bara, eins og af sjálfu sér, horfið á
brott úr kristnum boðskap síðari tíma. En ég fyrir mitt
leyti hefi séð og heyrt og reynt of mikið til þess, að ég
dirfist að hafna slikri kenningu. Eða hvað á maður að
halda um tungutalið til dæmis að taka? Það hefir oft-
sinnis komið fyrir, og það kom fyrir þegar á dögum
Páls, að þegar „andinn“ kom yfir menn, svo að þeir
töluðu tungum, þá ruddu þeir úr sér hinu hræðilegasta
guðlasti og formæltu jafnvel Drottni vorum Jesú Kristi