Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 103
iÐUNN
Misgánings-sónatan.
97
gjarna vita, hver pað er, sem sendir mér pessa pen-
inga. Það stendur ef til vill í símskeytinu?
Hann sýndi mér orðsendinguna frá bankanum. Það
var eitt af okkar venjulegu prentuðu eyðublöðum, sem
var fylt út með nafni hans og upphæðinni. Á skriftinni
sá ég, að pað var fröken Iversen, sem hafði útfylt pað.
— Fröken Iversen! kallaði ég. Viljið pér vera svo
væn að sýna okkur petta símskeyti frá New York við-
víkjandi greiðslu á púsund dollurum til herra Maríusar
Krabba? Herra Krabba langar til að fá að sjá pað.
Fröken Iversen leit á mig stórum augum. Það var
skelfing í svip hennar.
— Til . . . til herra Maríusar Krabba?
— Já, einmitt.
Hún var eins og blóðstykki í framan, og með skjálf-
andi höndum rótaði hún í pappírshrúgunni, par sem
símskeytið átti að vera.
— Mér er ómögulegt . . . ég get ekki fundið pað,
stundi hún upp.
Svo brast hún alt í einu í grát og paut burtu.
Eins og seinna koin í ljós, paut hún og faldi sig á
- • • jú, náttúrlega á peim einasta stað, sem stúlku-
veslingur í banka getur falið sig á, pegar hún veit ekki
aokkur sköpuð ráð . . .
Svo fór ég sjálfur að leita að simskeytinu í pappírs-
haugnum. Það var alls ekki finnanlegt. I stað pess fann
®g annað símskeyti frá banka í New York með fyrir-
skipun um að borga út púsund dollara til herra Marí-
usar Kristensen. Hann er pektur kvitunyndahöfundur.
Nú var röðin komin að mér, — ég óskaði einskis
framar en að mega laumast burtu og fela mig. Að vísu
hafði ég ekkert að ásaka sjálfan mig fyrir, en ég
skammaðist mín eigi að síður ofan í hrúgu. Vegna
Iðunn XVII. 7