Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 104
98
Misgánings-sónatan.
IÐUNN
bankans. Maöur kennir sig alt af meira eða minna santá-
byrgan |)eirri stofnun, sem maður héfir unnið við ár-
um saman. Og misgrip af peirri tegund, sem hér var
augsýnilega um að ræða, eiga auðvitað ekki að geta
komið fyrir í heiðarlegum banka.
Og hvernig í dauðanum átti ég að útskýra málið fyrir
Maríusi Krabba? — Ég bauð honum aö fá sér sæti á
meðan við værum að leita að símskeytinu. Það mundi
vafalaust finnast — laug ég.
Marius Krabbi staulaðist yfir að bekknum og settist.
Það var barnslegt sakleysi, en ef til vill skilningur í
minsta lagi í augum hans, þar sem hann virti fyrir sér
kúbistisku málverkin á veggjunum. Bankinn okkar hefir
alla tíð séð sóma sinn í því að fyigjast með tímanum.
Ég sendi stúlku til aö hafa upp á fröken Iversen..
Loks kom hún, grátbólgin og ótútleg. Ég sýndi henni
eyðublaðið, sem hún hafði útfylt — með nafni Maríusar
Krabba — og símskeytið frá New York, þar sem stóð.
Maríus Kristensen. Hún reyndi að skýra málið eins og
hún bezt gat. Hún hafði nýlega lesið eina af gömlu
bókunum hans Maríusar Krabba, sem barst henni upp i
hendur af tilviljun, og bókin haföi komið henni í sterka
æsingu. Og svo hafði hún í einhverri vímu skrifað
Krabbi í staðinn fyrir Kristensen.
Maríus Krabbi staulaðist aftur upp að borðinu.
— Afsakið, sagði hann; það stendur bifreið hérna úti
fyrir og bíður mín. Og nú liefi ég beðið meira en hálf-
tíma. Það verður dýrt. Og ég hefi enga peninga aðra
en þessa ávísun. . . . Hvernig gengur það með símskeyt-
ið? Er það fundið?
— Já, að því leyti sem það er, herra Krabbi, svaraði
ég. En . . . en svo er mál með vexti, að ein af ungu