Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 105
IÐUNN
Misgánings-sónatan.
9&
stúlkunum hérna hefir gert sig seka uin mjög alvarleg-
an og meinlegan misgáning.
Ég sýndi honum símskeytið og endurtók skýringu Iiá,
er fröken Iversen hafði gefið. Og að því er bifreiðina
snerti, bað ég hann um leyfi til þess, að einn af svein-
um okkar, sem ekkert hafði við bundið það augnablikið„
mætti fylgja honum heim í bifreiðinni og borga akst-
urinn.
Ég hafði óttast, að þetta myndi verða ógurlegt reiðar-
siag fyrir gamla manninn. En það var þvert á móti;
hann leit á málið frá hinni spaugilegu hlið.
— Átti ég ekki á von, að hér væri eitthvað, sem færi
vilt vegarins, sagði hann og brosti. Það hefir lengst af
verið svo með mig og peningana; við höfum farist hjá.
En mætti ég kannske spyrja, hver af bókum mínum það
var, sem unga stúlkan datt ofan á? Var það „Mar-
grete Hill“?
— Já, herra Krabbi, það var hún, hikstaði fröken Iver-
sen.
Það glaðnaði yfir gamla rithöfundinum.
— Er það satt? tautaði hann. Er það satt?
En daginn eftir fékk fröken Iversen „Margrete Hill“
með eiginhandar áletrun frá höfundinum og dálítinn
vönd af prestakrögum og bláklukkum.
Hér um bil viku seinna sá ég þess getið' í smáklausu
í „Politiken", að rithöfundurinn Maríus Krabbi væri
látinn. Þetta er nú leiðin okkar allra, og ég held ekki„
aö þetta æfintýr með ávísunina liafi á nokkurn hátt
flýtt fyrir þeim atburði. Því trúði aftur á rnóti fröken
Iversen. Hún gekk sorgarbúin í heilan mánuð, og í
mörg ár á eftir hélt hún þeim sið að fara út að gröfinni
á dánardægri hans með ofurlítinn vönd af prestakrögum
og bláklukkum.