Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 106
100
Kveðja.
IÐUNN
Það varð stundarþögn.
— Ójá, sagði sænski málarinn gráskeggjaði, lífið hefir
á stundum gaman af því að gabba okkur. Vitanlega eru
það oftast smámunir einir — en hvað er smátt og hvað
stórt? Og hver veit nema Guð faðir hafi hugsað og
ætlað sér eitthvað alt annað, þegar honum varð það á
að skapa þenna heim! (Lauslega þýtt.)
Kveðja.
(Hér birtast kveðjuorð þau, er Jóh Leifs mælti í lok er-
inda sinna um þjóðlega tónlist í útvarpinu í vor.)
Kæru landar! Leyfið mér að lokum, um leið og ég
kveð ykkur — áður en ég hverf aftur af landi burt —
að tala til ykkar nokkur orð í einlægni, eins og væri
ég kominn til ykkar í baðstofuna eða að kaffiborðinu
eða í stofuna. — Það hafa margar hörmungar dunið á
okkar þjóð um liðnar aldir, þar til á 19. öld að rofa
tók, svo að nú virðist aftur daga eftir 600 ára nótt.
En það er eins og listmenningin og listamennirnir hafi
orðið útundan í framþróuninni.
Misskiljið mig nú ekki þannig, kæru landar, að ég
ætli að fara að mæla með mér sjálfum og rninni list.
Ég veit, að ég mun tæplega lifa það, að geta flutt
mín helztu verk á íslandi, þar sem það á langt í land,
að hér verði til þau tæki, sem þurfa, þ. e. fullkomin
hljómsveit og söngflokkur. En ég hefi í þau 17 ár,
sem ég hefi dvalið erlendis að mestu, stöðugt verið að
bera saman menningarástandið á Islandi nú og áður.
Reynsla mín hefir sýnt, hvernig listmenningin og Iista-
mennirnir hafa orðið tiltölulega afskift í hinni miklu