Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 107
IÐUNN
Kveðja.
101
frampróun á Islandi um seinustu mannsaldra. Petta er
ópersónulegt mál, sem kemur allri pjóðinni við, og
pað verdur að minnast á pað lika, pegar rætt er um
pjóðlega viðreisn og pjóðlega menningu. Hugsið til
Jónasar Hallgrimssonar, skáldsins og náttúrufræðings-
ins. Hann ferðaðist um landið til rannsókna; pað var
erfitt í pá daga. Vikum saman fór hann ekki úr föt-
unum, en lifði á pessum ferðalögum líkt og hermenn í
skotgröfum síðasta ófriðar. En ekki virtust landar hans
meta starf hans mikils. Þeir sýndu lítinn áhuga á að
prenta verk hans, hvorki fræðirit né skáldskap. I
Reykjavík var litið niður á Jónas, og „fína fólkið" par
vildi alls engin mök við hann eiga, heilsaði honum ekki
einu sinni á götu. Einmana, hrjáður og fátækur leitar
hann huggunar við flöskuna, flýr svo til útlanda, deyr
að eins 39 ára gamall og lætur eftir sig nokkur brot
úr verkum, flest óprentuð.
Enginn grætur Islending
einan sér og dáinn;
pegár alt er komið í krrng
kyssir torfa náinn.
Þetta orti hann vist skömmu áður en hann dó.
Minnisvarðinn eftir Einar Jónsson lýsir skáldinu á-
takanlega, fátækum og sorgbitnum, en með lifandi
skáldvonir, prátt fyrir alt. — Þetta er að eins eitt
dæmi, en pessi sama saga hefir alt af verið að endur-
taka sig ineð Islendingum síðan — ég pori að segja
oft, margoft, kannske 30 sinnum, kannske 50 sinnum.
Nærri öll listamannaefnin islenzku dóu ung, oft úr
líkamlegri eymd og nungri, ef til vill enn oftar úr
andlegu hungri. Ég vil að eins nefna nokkur nöfn,
skíildin Sigurð Breiðfjörð, Gest Pálsson, Kristján Jóns-
son, iónann Gunnar. Þar sem pað var ekki efnalegur