Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 109
SÐUNN
Kveðja.
103
aðrir menn. Það á fyrst og fremst að veita peim og
verkum þeirra lagaverncl eins og tíðkast í öðrum lönd-
um. Það á að styðja list þeirra, fremur en mennina
sjálfa, leggja rækt við hana, svo að myndast geti
andlegt, lifandi samhengi milli þjóðarinnar og hinnar
þjóðlegu listar. Ef listin er of stór að vöxtum fyrir
vort smáa þjóðfélag, þá á að gera hana að útflutnings-
vöru. Það á að skipuleggja listmenningu og listfrain-
leiðslu þjóðarinnar eins og hvað annað, eins og at-
atvinnugreinarnar. — Þjóðlegasta listin er um leið al-
þjóðiegust. Þjóðin á að gera hæstu kröfur til lista-
manna sinna. Og svo þarf að taka jafn-föstum tökum á
þessum málum eins og atvinnumálum þjóðarinnar.
Kæru landar! Gleymið ekki, að listmenningin er hid
•eina, sem gefnr Islendingum tilueriirétt sem sérstök pjúd
en tunga vor og bókmentir er þar auðvitað liinn
gamli og sjálfsagði grundvöliur. Ég veit, að allur þorri
þjóðarinnar er mér sammála, pví ad almenningur vill
olls ehki, hér á landi fremur en annars stadar, lifa á
einu saman braudi. Það er söguleg staðreynd með ö 11 -
um menningarþjóðum, að sú stjórn, sá stjórnmálaflokk-
ur og það stjórnarfyrirkomuiag, sem kann ad veita al-
nienningi sannasta og œdsta listmentun, vinnur sér með
Því, er til lengdar lætur, mest ítök, dýpst og varanleg-
nst, med pjódinni. Það hefir því ávalt verið eitt af
mðstu boðorðum mikilla stjórnvitringa, alt frá t. d.
Friðriki mikla og franr á vora daga, að tryggja stjórn-
urfar og ríki sitt með því að efla með opinberum ráð-
stöfunum þjóðlega listmenningu. — Ég kveð ykkur með
þeirri ósk og von, að þessi mál komist hér brátt vel á
veg og að þjóð vorri auðnist þannig að inna af hendi
það sérstæða lilutverk, sem henni er af forsjóninni
■^tlað. Jón Leifs.