Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 110
IÐUNN
Undir krossi velsæmisins.
1 Eimreiðinni 1. h. p. árs er grein, sem heitir „Skáld-
skapur og ástir“, höfundur Árni Jakobsson. Höf. er að
atvinnu til einyrkjabóndi norður á heiðum í Þingeyjar-
sýslu og alþýðumaður að sjálfs sín sögn. í hugsun er
hann trúr dáandi þeirrar ilmsætu og heimsfjörru róm-
antísku, sem yfirstétt 19. aldarinnar ól með sér í væru,
en fremur innihaklslausu hóglífi, einkum fram eftir
öldinni.
Efni greinarinnar er skammir um mig — allsvæsnar
skammir á köflum, svo greinin er ekki ólæsileg. lJa5
snarkar talsvert í einstaka setningu: „Neyðaróp hins
tízkubundna yfirstéttarmanns", „grímulaus lýðskrumar-
inn“ o. s. frv. Þetta á að vera ég, aumur maður.
Tilefni pess, að Árni Jak. hervæðist nú svo sköru-
lega, er grein mín Nesjamenska í 3. hefti Iðunnar fyrra
árs. Vill hann láta svo heita, að hún hafi einkum verið
rituð tii að óvirða sig. Þetta er ofboð mikill misskiln-
ingur. Hún var ekki rituð til að óvirða neinn, að eins
til þess að benda á ógeðfelt félagslegt fyrirbrigði,
nesjamenskuna, — bókmentalegt og pólitískt ópol, móð-
ursýki, hræðslu og hjátrú annars vegar, menningar-
daðrið og fleðuháttinn hins vegar. Ég skýrði nokkuö
hagfræðilegar og landfræðilegar orsakir nesjamensk-
unnar, sjálfsagt miklu ver en pörf hefði verið. Gat svo
nokkurra dæma: Guðm. Friðjónssonar, Árna Jakobsson-
ar, Guðrúnar Lárusdóttur, Siggu Kokks, Óla Sigurbjarn-
arsonar. Ég man ekki betur en ég léti pess getið, að'
petta væri ekki fjölment sýnishornasafn, og að hér væri