Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 111
IÐUNN
Undir krossi velsæmisins.
105
því miður af meiru að taka. En ég ætlaðist til, að fjöl-
breytnin í persónuvali bætti nokkuð úr fæð dæmanna.
Þarna er þjóðskáld, einyrkjabóndi, þingkona, fátækra-
fulltrúi og hálfgerður meyprestuf í einni persónu, fiski-
stúlka, vel innrætt, en umkomulítil, og flatlendisbóndi
með 60 hndr. í fasteign og laxveiði. Þessi mismunur
lífskjaranna átti að sýna, hvað nesjamenskan er áleitin,.
að hún er hvorki stéttar fyrirbrigði eða staðar. Árna
Jak. er þarna getið til þess eins að sýna, að í þessum
efnum er einyrkja norður á heiðum í Þingeyjarsýslu
eins hætt við hrösun eins og sléttmálli hefðarkonu, sem
kann að sníða sér pólitísk brúðkaupsklæði úr trúar-
hugð minstu bræðranna. Hið menningarlega andspyrnu-
lið á sér breiðan akur og dregur víðan að föngin. Róm-
antískur, fjarrænn og munklökkur penpíuháttur einyrkj-
ans Á. Jak. um öll kynferðismál verður líka á sínum
tíma ofinn í pólitískar mittisskýlur einhverra yfirstéttar-
loddara, sem vantar atkvæði i þágu innlends og útlends
fjárvalds. Annars væri ekki um neitt að sakast og nesja-
menskan meinlaus eins og vorþoka. En það er hún
því miður ekki. í skjóli nesjamenskunnar er krept
kosti einyrkjans og daglaunamannsins í gargans-þjóðfé-
lögum eins og því, sem íslenzk yfirstétt hefir komið
sér upp. Með atbeina nesjamenskunnar er þeirn varnað
iuáls, sem tala vilja máli hinna undirokuðu. Þeir eru
rægðir, tortrygðir, hundeltir, gerðir aö fíflum eða
varmennum, hvar sem þess er kostur. Það er ekkert
furðulegt, þó að hin fámenna yfirstétt fari svo með
ráði sínu. Hún er að verja hagsmuni sína og sérréttindi,
rétt sinn til fjár og mannvirðinga, rétt sinn til „ómensk-
unnar“, sem Árni Jak. hatar, „siðleysisins", sem hann
hefir óbeit á, „ótamningarinnar", sem hann hræðist,
rétt sinn til vínsins, vindlanna, fátæku telpnanna í