Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 112
106
Undir krossi velsæmisins.
IÐUNN
Króknum, sem eiga of veila skapgerð og of harðan
hag. Hún er að verja einkarétt sinn til þess að vera
laus við einyrkjalífið á heiðunum og ábyrgðina af gá-
lauslegum gerðum sínum. Hún er að verja rétt sinn
til ferðalaga, jræginda, skemtana, j)ar í taldar bækur,
sem eru miklu „ljótari" en j>ær, sem frómleikur Á. Jak.
má ekki lita, og margs annars ágætis, sem hans góðu sál
myndi ægja. Þessi eru markmið yfirstéttarinnar — hafa
aldrei verið önnur og verða aldrei önnur, prátt fyrir
alt fjas hennar og mas um hugsjónir, hreinleik, fegurð,
sannleika, dygð og ég man ekki hvað helmingurinn af
f>ví heitir — vísast, að réttlæti sé par með.
Þegar nú einyrkjar og daglaunamenn, snauðir og rétt-
litlir skóiakennarar, skrifstofufóik, verzlunardrengir, hár-
greiðslumeyjar og vinnukonur — með öðrum orðum:
pegar umkomulausir og síjirælandi öreigar taka að
draga sigurvagn nesjamenskunnar, viðhalda hjátrúnni,
lamast af hinu félagslega liugleysi, láta ginnast af
blekkingunum, fjasinu í bágu þessara fáu, Iiá hefir
harmsaga gerst. Þá hefir lífsvilji fólksins marist að
einhverju leyti undan fargi hinna þungstígu drottnara,
sjálfsmatið, sem átti að skapa réttlátan, stórhuga metn-
að, snúist í sjálfsrýrð, sem sættir sig við alt. Þá á
yfirstéttin góða daga og náðuga, smælingjarnir bága
daga og dapra. Og á slíkum dýrðardögum hefir yfir-
stéttin venjulega skyrtuskifti andlega, tekur bókmenn-
ingu sína og listmenningu, snurfusar þær dálítið og
kembir peim í kollinum. Þá er friður og ekkert að
óttast. Yfirstéttin upphugsar pá venjulega nýjar dygðir
og hugsjónir, sem hún fitlar sjálf við í hóglífi sínu,
meðan nýjabrum er á peim, en hefir handa alpýðunni
til að ægja henni og blekkja hana á næstu óróatímum
og átaka. Þá skinnar hún venjulega upp á trú sína með