Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 114
108
Undir krossi velsæmisins.
IÐUNN
búkmentum og listum, sem yfirstéttin notar til þess að
halda með okinu á hálsi hans og annara smælingja, þá
hefir hann rétt fyrir sér um hvorttveggja. Og hann
hefir það á mælikvarða nesjamenskunnar. Eitruðustu
alþýðufjendur jjessa lands hafa borið lof á greinar
hans (dagbl. Vísir). Af hverju heldur hann að það sé?
Af því að hann er alþýðumaður eins og nesjamenskan
vill hafa þvílíkt fólk, greindur og vel meinandi, en
svo fárviltur í skilningi á menningarbaráttu stéttar sinn-
ar, að hann verður henni til tjóns og trafala.
Árni Jak. fer vísvitandi öfugt með mál á nokkrum
stöðum í grein sinni. Ekki get ég verið að eltast við að
Ieiðrétta það alt; að eins þetta skal tekið fram:
Það eru alger ósannindi, að ég hafi þrisvar af-
neitað Kamban út af sama atriði, sem Árni er að
vanda um við hann, en taki hann nú undir væng
„i heiftinni“ til Árna. Eins og Iesendum Iðunnar er
kunnugt, þá hefi ég fremur ógeð á kynóra-skáldskap,
en er þó full-ljóst, að um það efni má rita vel engu
síður en önnur. Ég deildi á Kamban fyrir sumt í fyrsta
bindi Skálholts, fanst hann rétta allvel hluta sinn í síð-
ara bindi, og tók það fram í „Nesjamensku". Og þetta
var, frómt frá sagt, ekki af því, að mér þætti Kamban
hafa bætt um orðbragð sitt eða innræti, þó að Árni
Jak. kunni að ætla mér svo gott. Og sei, sei nei. Mér
fanst Kamban blátt áfram ná betri tökum á efninu, er
á leið, sagan öll rísa, er komið var í gegnum fyrstu
ástir þeirra Ragnheiðar og Daða, mennirnir taka að
skýrast og verða mannrænni, í stuttu máli: mér fanst
betur unnið. En þessi skoðun mín á ritverki Kambans,
sem ég vona að gleðji höf., getur á engan hátt orðið
neinn fengur fyrir Á. Jak. Velsæmisofstæki hans og