Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 115
ÍÐUNN
Undir krossi velsæmisins.
109
höfðingjatilbeiðsla, sem hvorttveggja steytir svo mjög á
þessari margumtöluðu bók, á ekkert skylt við kaldrænar
athugasemdir mínar, sem stafa af því, að mér fundust
þessar persónur ekki nógu stafgreiðar, ekki lýst nógu vel
inn í hugskotið einmitt þarna, meðan mest reið á samúð
og skilningi lesandans. Annars get ég ekki fremur gert
mér rellu út af samfundastöðum þeirra hjónaleysanna
og atferli, sem vel getur hafa verið bráð-ósmekklegt,
heldur en ég hefi ráð á að gera mér rellu út af öliu,
sem við ber af slíku tagi nú í dag, bæði í og utan
hjónabands. Ég get ekki að því gert, að mér finst vera
einhver jómfrúgulu- og blóðleysis-fölvi yfir þeirn fróm-
leika, sem Árni vill eigna hinni „tignu mey“ og láta
vera höfuðaðal óspiltrar konu — auk 19. aldar tilfinn-
ingavellu og fáfræði. Ég er hræddur um, að slíku kven-
fólki sé heldur að fækka, og vandgert við því. Pað er
ekki að vita, hverju bann „ljótra“ bóka gæti til vegar
komið, ef öllum skólum væri jafnframt lokað. Annars
er hætt við, að fólk færi að rænast í þennan ósóma á
útlendum málum, og alveg vafamál, hvort stórkapítal-
istisk bókaforlög gerðu það fyrir bænarstað Á. Jak. og
söguþjóðarinnar og til viðhalds „þjóðlegu" velsæmi að
úraga sarnan seglin unr útgáfu berorðra rita. Nesja-
mennirnir ættu að snúa sér að því að rannsaka það og
láta oss síðan vita sem fyrst.
Á. Jak. getur þess, að hann hafi ekki flutt ræðuna á
Breiðumýri 19. júní 1915, sem hann vitnaði svo hátíð-
'egn í, „og hefi ég gilda áslæðu til þess að ætla, að
honum (S. E.) sé það vel kunnugt." Það hljóta að vera
nijög kynlegar „ástæður". Ég var 16 ára, þegar sú
ræða var flutt; öll vitneskja mín um hana stafar frá
tiivitnun Árna. Ég get vel skilið, að Árna finnist það
hálfgerður trassaskapur af mér að hafa ekki grafið upp