Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 117
iounn Undir krossi velsæmisins. lll.i
þeir myndu geta haldið mér í skefjum!! Árna Jak.
ætti ekld að vera ofgott að vega í þenna knérunn, ef
hann hefir hug til og álítur sér sæma. Honum er guð-
velkomið að hæðast að „vormönnum" mínum. Þó að
sveit þeirra sé þunnskipuð enn og Á. Jak. kunni að
þykja þeir ekki miklir á velli andlega hjá sér, þá ætla
ég samt, að þeir séu menn til að draga tennur úr
einum rógbera enn, ef á þá eða mig er leitað. Honum
er velkomið að velta vöngum yfir því, að ég sé tekinn
að trúa á „taumleysið, villimenskuna", að ég hylli
uppeldisstefnu, sem „eggjar fram alt það, sem hún
getur til þess að gera mennina að dúnfjöðrum og leir“
og marka á sem flesta æskumenn sorasvip hins istöðu-
litla siðleysingja, eins og hann líka gefur í skyn.
Lesendur verða að afsaka, að þessu vil ég ekki svara.
Þeir verða að lesa greinar mínar um uppeldismál í Ið-
unni, Prestafélagsritinu, Skinfaxa, Skírni, Mentamálum,
Straumum og fleiri ritum og fella sinn dóm sjálfir, ef
þeim þykir ómaksins vert. Sá hlutinn af uppeldisstarfi
uiínu leggur að minsta kosti fvrir alþjóðar augum, þó
að kensla mín hafi farið fram innan fjögurra veggja og
Lggi því betur við slíkum aðdróttunum.
En hvílíkur fengur verður ekki nesjamenskunni i Á.
',ak-> „einyrkjabóndanum", „alþýðumanninum", vand-
lætaranum, hinum siðgóða dáanda „tiginna" manna!
Hér eru allar öndvegisdygðir nesjamenskunnar: hrolu,
fávizka, vandlætingarslefa, blygðunarleysi. Ég ætla
ah spá því, að framkvæmdaráði nesjamenskunnar hér
detti von bráðai' í hug, að ekki væri úr vegi að Á. Jak.
gæfist kostur á að bregða sér hingað suður. Samherji
hans, Guðm. Friðjónsson, hefir nú verið hér að taka í
hollhárin á mér, og þótti Morgunblaðinu sem hann hefði
hirt mig á „dæmalaust viðkunnanlegan hátt“. Mér þykir