Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 119
ÐÐUNN
Undir krossi velsæmisins.
113
Öseyri er koraið á hausinn, því ég veit ekki betur en
að eyðilegging kaupfélagsstarfseminnar sé ein glæst-
asta framtíðarhugsjón burgeisanna hér.
Væri nú ekki meiri ástæða til þess, að oss þætti Hall-
dór hafa skrifað eins og fantur, farið hæðilega með
verklýðsbaráttuna, skopast að fundunum og samþyktun-
um, gefið í skyn að jafnaðarmannaforingjar væru sið-
spiltir ræfiar? Og hvernig stendur á þvi, að jafnvel
þetta getur ekki sætt yfirstéttina og hina hrjáðu vel-
sæmiskrossbera við þessa hók? Slíkar kenningar eru
vanar að vera sem hunang í munni þessa fólks.
Þessu er auðsvarað: Sama orsökin veldur því, að
oss þykir bókin góð, en nesjamenskunni afleit. Bókin
bregður upp breiðri, litríkri mynd af lífi óupplýstrar
alþýðu, fátækrar, hjátrúarfulirar, frumstæðrar og alger-
lega á valdi ómentaðra, gráðugra og ruddafenginna
drottnara. Hún lýsir fyrsta rótinu, sem kemst á þennan
ýldupoll, sem leynir í djúpum sínum svo miklu af
mannlegri þjáningu. Snild Halldórs liggur í því, að
hann er alveg æðrulaus og ailsgáður, veit, að aðstæður
þessa fólks og innri rnein munu valda því fyrst um
sinn, að alt fari í handaskolum, að átök þessara smæl-
ingja muni verða sem kvalaumbrot skynlausrar skepnu.
En hann heldur götu sína liugrakkur og sannorður, án
þess að fella nein borgaraleg krókódílatár á kumblum
þessara aumingja. Hann er of skygn og trúr til þess
að honum komi til hugar að blekkja alþýðu á dýsætum
tálvonum um skyndilegar úrlausnir, Paradís og þúsund-
áraríki. Hann lofar oss að heyra dauðastunur litla,
kirtlaveika vesalingsins, sem fátæktin er að drepa, án
Þess að snökta fram í til þess að sýna borgaralegum
velluskjóðum, hvað hann sé vel innrættur. Hann sýnir
'Oss, hvernig þessir lífshagir á þessum stað, þrælagriðin
Iðunn XVII.
8