Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 121
IÐUNN
Undir krossi velsæmisins.
115
sléttin óttast svo mjög, að „djöfullinn, öll hans verk og
alt hans athæfi", er hégóminn einber hjá því. Sá við-
námsvilji, sem slíkar bækur geta vakið, sá skilningur,
sú mannlund, sem í ferskum hryllingi ræðst á viðbjóð-
inn, er eitur í öllum hennar beinum. Hana kennir til.
ofan úr hæstaréttardómaranum niður í hinn auðvirði-
legasta víxil-braskara. Og pví er emjað svo hátt, að
alt er hér satt. Ég þekti eitt af þessum þorpum, þegar
ég var drengur, hryllilegan, skítugan kumbalda. Mér eru
í minni dagarnir, þegar lögfræðingurinn var kominn úr
Reykjavík til þess að innheimta skuldir verzlunarinnar.
Verkamennirnir voru sóttir úr vinnu sinni út um plássið
til þess að semja við „júristann" um stórar tölur í bók-
um, sem táknuðu rándýra, afmarkaða matarúttekt. Ég
hefi séð þá lötra eins og hrjáðar skepnur og hverfa inn
á kontórinn, þar sem brezki ræðismannsfáninn blakti
uppi yfir og hlakkaði eins og ránfugl í blænum. Hér
hefi ég beðið eftir þreyttum manni, sem ég unni. Hann
setti upp ömurlega brosgrettu um leið og hann hvarf
inn í ,hið „fína“ hús. Þessar minningar setja enn þá að
mér kuldahroll, ekki af því að þetta sé öllu verra, sem
ég hefi séð, heldur af þeirri meinþrungnu staðreynd, að
þessir menn skildu ekki orsakir böls síns, eygðu engin
úrræði, vissu ekkert.
Siðleysið, sem drýgt var í þessu þorpi, meðan menn
höfðu ekki bækur Halldórs til að lesa, var að sönnu
annað en það, sem Á. Jak. óttast nú mest: náttúru-
vísindaleg rökhyggja í félagsmálum og listmenning. Það
v’ar eins og menn rötuðu einhvern veginn ráðgjafalaust
sér til ófarnaðar í kynferðismálum í þorpinu því. Þetta
íálm milli manns og konu virðist einhvern veginn eldra
e*i hinar hneykslanlegu bækur, þó að Á. Jak. sé það
eí til vill ekki kunnugt. Og ýmislegt þykir nú orðið