Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 122
116
Undir krossi velsæmisins.
IÐUNN
betur til pess fallib að vernda alþýðu frá hrösun en
eymd og fáfræði, þó að Á. Jak. kunni að þykja það
hálf-kyndugt. En svona er þetta hlálegt. Og jafn-
hlálegt er það hlutverk, sem hann er að leika með skrif-
um sínum, þó að honum kunni að vera það óvitandi.
Á sinn fróma en fákæna hátt er hann að hjálpa tii að
byggja skjaldborg um ýrnsan lögvarinn ræningjalýö í
þjóðféiaginu, frámunalega lítið geðugt fólk, sem ber
velsæmisfroðuna á vörunum við öll tækifæri. Petta er
sorglegt hlutverk einyrkjabónda norður á heiðum í
Þingeyjarsýslu. Því að þótt starfsemi opinna og lokaðra
kirtla í líkömum manna sé með ýmsu móti og valdi
því meðal annars, hve viðhorf manna til alls þess, er að
ástum lýtur, eru misjafnlega happasæl og hamingju-
drjúg, þá er það dapurlegra hlutskifti en orðum megi
að koma, ef slík líffærastarfsemi á sinn þátt í því
gera menn að skósveinum þeirra þjóðfélagsafla, sem
þeim eru fjandsamlegust.
Og það er bezt að taka það fram einu sinni enn, að
bækur Halldórs Kiljans (Þú vínviður hreini, Fuglinn í
fjörunni) munu engum manni spilla. Sóðar í hugsun
kunna að verða kámugir hið innra við lesturinn, og
andlega sjúkum mönnum kann að verða reikað á vit
óhrjálegra hugrenninga. En því fólki væri hollast að
lesa heldur ekki vissa kafla Heilagrar Ritningar, t. d. í
ritum Esekíels og annara stórra spámanna. Og á meðan
enginn finnur að því, að starfandi prestur. í þjóðkirkju
Islands gefur út frægasta klámsögusafn veraldarinnar
(Tídægru) í „andlegu" riti, þá ætti oss ekki að verða
flökurt af því að heyra, hvar stafur Bogesens lendir á ó-
gætnum augnablikum. Ástir æskulýðsins á íslandi munu
verða jafn-innilegar og varanlegar, eða óinnilegar og
haldlitlar, hvort sem hann les bækur H. K. L. eða ekki.