Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 123
IÐUNN
Undir krossi velsæmisins.
117
En liann á á hættu að fara að hugsa og sjá. Og það
er í því, sem háskinn er fólginn frá sjónarmiði yfir-
stéttarinnar. Hún lætur sig engu varða persónulegar ó-
farir einstaks æskumanns eða einstakrar konu, lítur þab
meira að segja með innri velþóknun, að lífsvilji og
hugmóður efnilegra unglinga úr alþýðustétt brotni hæfi-
lega á slikuni óhöppum. En æskulýður alþýðunnar má
ekki læra að hugsa, ekki skilja orsakir félagslegra
meina, ekki afneita því lífi, sem gerir starfandi fólk til
sjávar og sveita að réttlitlum búpeningi, tekjustofni
fyrir meira og minna harðsvíraðar afætukindur í þjóð-
félaginu. „Fijrst og fremst verdum vér ad eiga íslenrí-
inga og nota pá,“ ritar einn Reykjavíkur-burgeisinn í
Morgunblaðið 6. maí s. 1. Hverjir „vér“? Ætli það séu
alþýðumenn eins og ég og Árni Jakobsson? Hvað vill
Á. Jak. eiga marga Islenríinga og nota?
Það er jafnan svo, að þegar einhver maður ritar á
þá leið, að líkur eru til að það verði til að opna augu
fólksins fyrir því, að það geti átt sig sjálft, verið frjáls-
ir, starfandi, hugsandi, mentaðir menn með háar kröfur
til lífsins, hagnýta tamningu, æfða starfskrafta og fé-
lagshæfni, þá er það hlutverk nesjamenskunnar að
siga spiltu almenningsáliti á þann mann, brennimerkja
hann fyrir trúleysi, siðleysi, einhverja fjarstæðu, sem
ekkert kemur rnálinu við, að eins til þess, að orð hans
verði ekki tekin í alvöru. Og frá sjónarmiði þeirra, sem
eiga pessa tslenríinga, nesjamennina, og nota pá, kemur
Það ekkert málinu við, hvort maðurinn er siðlaus eða
trúlaus. Aðalatriðið er að skapa í kring um hann þögn,
eins og gert er í sumum öðrum löndum með því að
lífláta verklýðsforingja eða dæma þá i æfilangt fangelsi.
Hver veit nema Árni Jak. og aðrir landvarnarmenn and-
sPymuliðsins lifi það „þúsundárariki", eins og hann