Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 125
HÐUNN
Eins og nú horfír við.
(Erindi, flutt í Félagi róttækra stúdenta.)
Er viö rennum augum yfir einstök fyrirbrigði þjóð-
lífsins á þessari öld, sjáum við fyrir okkur mjög skringi-
legt málverk. Þar ægir saman sundurleitustu hlutum,
eins og kastað í byng af hendingu eða rælni. Það má
einu gilda, hvert litið er, á atvinnuhætti, félagslíf eða
hókmentir. Alls staðar er sami glundroði tízku og forn-
eskju, innlends og erlends. Það er ekki furða, [rótt
mönnum gangi illa að átta sig á hlutunum og haldi, að
alt sé af göflum gengið eða sokkið niður í fáránlegustu
vitleysu. En ástæðan er reyndar því meiri til aö gera sér
einhverja grein fyrir þessu, þó að hins gagnstæða verði
einmitt mest vart. Það er áberandi, hve hræðslan hefir
verið mikii við að taka einarðlega á nokkru máli, sem
varðar menning samtíðarinnar, og víðast sést flótti yfir
til fornaldar eða miðaldar hjá þeim, sem yfir höfuö
voga að láta sér nokkurt aukatekið orð unr munn fara.
1 flestum dómum um félagsmál og menningu lýsir sér
vandræðalegt fálm, eða menn sjá alt eins og í grárri
Þoku.
Það þarf ekki að búast við, að í þessu flausturs-erindi
^erði mikið greitt úr þessum vandkvæðum. En það var
hú samt ætlunin að glugga dálítið í hið futuristiska
málverk: 20. aldar þjóðlíf Islendinga. Og þrátt fyrir
alla ósamkvæmni og glundroða má þar vafalaust greina
°S skýra línur og liti, svo að hið ósamstæða og sund-
!