Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 127
IÐUNN
Eins og nú horfir við.
121'
eignast á nokkru fyrirbrigði tímans nema með pví ab
eiga skygni á tvær hendur, til hins íslenzka ástands og
hinnar erlendu þróunar. Þar, sem fullkomin tækni auð-
valdsríkjanna snart við frumstæðileik forníslenzkrar
sveitamensku, uxu upp hinir kynlegu kvistir, sem menn
hafa átt svo bágt með að trúa að væru íslenzks eðlis.
Svo fóru leikar, að auðskipulagið festist í sessi hér
heima, og jafnvel eftir að því fór að hraka erlendis,
hefir það fært sig upp á skaftið hér. En frá þeirn
tíma, er auðskipulagið heldur innreið sína í landið,.
hefjast stympingarnar innanlands. Annars eru nienn nú
orðnir svo pólitískir upp á síðkastið, að þeir þekkja í
aðalatriðum þróunarsögu auðskipulagsins, svo að ég
get takmarkað mig við átökin hér heima.
1 þann mund, er auðskipulagið festi hér bygð, var
sveitamenning í landi, og eins og segir í öllum annál-
um, þá stóð hún á fornum og þjóðlegum merg. Hún
hafði sem sé verið hér frá upphafi vega, fáskrúðug og
einhæf. Eitt sinn hafði hún blómgast og borið ávöxt,
en eftir það gerðist hún ófrjó og fornfáleg. Aðall
hennar var skáldskapur og sagnaritun; í sex aldir
þuldi hún rímur og enn þá lengur sálma. Rímurnar
hafði Jónas kveðið niður, þegar hér var komið, og
Þorsteinn var byrjaður að lítilsvirða sálmana, en á
þeim vann vitanlega enginn mannlegur máttur. Að öðru
leyti hafði flest hjakkað í sama farinu öldum saman.
Og það má fuliyrða, að sveitirnar voru orðnar svo
Þjakaðar af aldalangri kúgun, einangrun og örbirgð,
að máttur þeirra til menningarsköpunar var að mestu
þorrinn, svo að vart hefir verið ástæða til háværra
harmakveina út af menningunni, sem glatast hafi í
sveitunum við uppgang Reykjavíkur.
Með landnámi auðskipulagsins varð stórkostlegt um-