Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 130
124
Eins og nú horfir við.
IÐUNN
af miklum móði Reykjavíkurspillinguna svo nefndu og;
ójjjóðleik Reykjavíkur. Því meira sem Reykjavík heillaði
til sín af dætrum bændanna og vinnufólki, því meira
fjandsköpuðust þeir út í hana, sem von var. Það hófust
hörð og langvinn átök. Bændurnir mynduðu eigin floldt
til þess að verjast ágengni Reykjavíkur, en það endaði
alt með því, að auðskipulagið smitaði bændurna. Þeir
tóku að rífa niður torfkofana sína og byggja rokna
steinsteypuhús, sem gnæfðu tilgerðarleg yfir einföld-
um og saklausum fíflum og sóleyjum, og þingmenn
Framsóknar komu aliir heim með hvítt um hálsinn.
úr Reykjavík. En við þetta sóttu þeir einmitt í sig‘
veðrið og fyltust auðvaldslegu stolti og offorsi. Nú
mintust þeir þess, að þeir höfðu einu sinni verið miklir
menn og skapað andleg verðmæti, sem þjóðin hafðí
lifað á og jafnvel erlendir prófessorar nærðu anda sinn
af. Og nú varð það hið stórfenglega hlutverk sveitanna
að skapa á ný bókmentir í líkingu við fornsögurnar og
Eddurnar. En þetta varð að gerast fljótt, áður en síð-
asta heimasætan sigldi til Reykjavíkur, því auðvitaú
varð hún að vera uppistaðan. í hinum nýju listaverkum.
Með miklum stórhug gengu bændurnir til verks, í
trássi við öll þröunarlögmál, og annar eins snillingur
og Sigurður Nordal prófessor kom þeim til ómetan-
legrar hjálpar, studdi þá á alla lund, mælti upp. í þeim,.
skrifaði í þá kjark og metnað og sannaði allri þjóðinni,
að fólkið væri kjarnbezt við fjöllin. Og upp úr þessu
er svo farið að hlaða alþýðuskólunum sem eins konar
reginstíflu í strauminn, sem féll til Reykjavíkur. En alt
hefir þetta reynst árangurslítið. Nú er ekki talað um.
annað í sveitunum en skuldir, og enginn alþýðuskóla-
piltur er svo vitlaus að leggja út í búskap eins og;
nú árar.