Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 131
QÐUWN
Eins og nú horfir við.
125
Öll viðspyrna sveitanna gegn auðskipulaginu og
Reykjavíkurmenningunni hefir orðið harla létt á met-
unum. Pó streitast bændurnir enn við. Guðmundur
skáld á Sandi hefir þar reynst allra manna seigastur.
Hinar þrautreyndu og lífseigu dygðir sveitafólksins
hefir hann aftur og aftur fest í sögur og teflt þeim fram
á móti ódygðum tízkunnar. Hann hefir barist eins og
Ijón gegn auðskipulaginu og öllu, sem því fylgir,
með þeim dásamlega árangri, að það eru auðborgararn-
ir í Reykjavík, sem virðast helzt kunna að meta hann,
Átökin milli sveitanna og Reykjavíkur hafa farið svo,
að Reykjavík stendur með pálmann í höndunum, sigri
hrósandi. Hún dró til sín tæknina frá útlöndum, auðinn
úr sjónum og mannaflann frá bændunum og skapaði
þannig ný menningarskilyrði. Að sveitafólkinu kvað
helzt ekkert, fyr en Reykjavík hafði umskapað það og
mótað. Nú varð það hún, sem sagði sveitamönnunum
fyrir, hvernig þeir skyldu haga Íífi sínu, hvað þeir
skyldu lesa og jafnvel hvernig þeir skyldu búa. Hún
varð aðsetur mentamannanna og eignaðist atkvæðamik-
inn háskóla. Allir vesluðust upp, sem utan Reykjavikur
Rjuggu, þótt ágætis efni væri í þeim. Sem dæmi má
nefna Stefán frá Hvítadal, og ekki er Akureyri betri en
sveitirnar, ef dærna má eftir því, hvernig hún leikur
Havíð Stefánsson. Menn verða ekki einu sinni gjald-
gengir innanlands nema þeir hafi sitt veganesti frá
Reykjavík. Þar urðu til menningarskilyrði, sem fóru
langt fram úr því, sem þjóöin hafði áður þekt. Eink-
um var það þó stríðsgróðinn, sem hleypti í borgina
miklum vexti og efldi hana að fjármagni, svo að hún
gat jafnvel bygt yfir Einar Jónsson, veitt Einari Bene-
diktssyni og Helga Pjeturss nokkurn ritstyrk og auk
þess ráðist í hin glannalegustu fyrirtæki, svo sem Þjóð-