Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 134
128
Eins og nú horfir við.
IÐUNN
Því hlaut sú stund að koma, að greina varð milli hafra
og sauða. Og því er það eitt mikilvægt atriði, sem æ
fleirum hlýtur að skiljast á þessum tíma, ad stjórnmálin
■ eru ordin pungamidja lífsins, ad engin menning, skáld-
skapur eda listir, getur lengur stadid utan vid pau. Yfir-
stéttin hefir nú orðið eitt sjónarmið á menninguna og
. að eins eitt — það er, hvort hún styður vald hennar
. eöa ekki. Þetta ætti hver að geta vitað, sem ekki vill
Ijúga að sjálfum sér. Það ætti hver, sem vill, að geta
: séð, að yfirstéttin dæmir hvern mann, hverja bók,
hvert listaverk eftir því, hvert viðhorf þess er gagn-
vart henni.
Á uppgangsárunum var auðvaldið tiltölulega frjáls-
lynt, enda óx pá ekki upp neitt í skjóli þess, er því
gæti stafað hætta af. En um leið og það hafði gefið
gáfuðum mönnum nokkur skilyrði til mentunar, opnuð-
ust augu þeirra fyrir blekkingum þess. Þá sáu þeir inn í
svikavef kirkjunnar, þjóðernisdýrkunarinnar og auð-
skipulagsins sjálfs. Og yfirstéttin hafði ekki enn bannað
þeim að tala, svo að þeir létu uppi hin nýju sannindi,
er þeir höfðu komist að. Við þekkjum hina berorðu á-
drepu Þórbergs í „Bréfi til Láru“, sem yfirstéttin varð
óð og uppvæg út af, svo að það kostaði Þórberg stöðu
og atvinnu. Þá kannast menn við hinar naglalegu árásir
og viðbjóðslega nart í Halldór Kiljan Laxness. En af
því að þessir menn báðir voru snillingar í orði og verki,
þá vann ekki á þeim, enda hylti þá öll alþýða. Þessa
menn hafði auðvaldið sjálft fóstrað, án þess að vara
sig á þeim í tíma. Nú er það orðið miklu varkárara og
hefir strangar gætur á öllum, er því þykja viðsjárverðir,
og er í tæka tíð reiðubúið til höggs.
En hvað táknar þetta? Það táknar það, að menningar-
hringur yfirstéttarinnar þrengist meira og ineira, unz